Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 98
94
fram allt kristilegt og kirkjulegt félag. Það varð-
veitir og boðar fagnaðarerindið. Það má stórlega
gleðja hvern kristinn Islending hér heirna, að
frændur vorir þar vestra fá að heyra fagnaðarboð-
skapinn og standa á sama játningargrundvelli og
vér. Að vísu eru undantekningar. En það er ekki
þeirra dagur í dag. Þetta ár er minningarár um
evangeliska lútherska kirkju landa vorra.
Vér viljum einnig minnast þess mannsins, sem
hæst gnæfir, séra Jóns Bjarnasonar. Hann var hinn
mikli foringi og bardagamaður í aldamótahríðinni,
sem nýguðfræðin gerði á kenningar kirkjunnar.
Það er mikið þakkarefni hverri þjóð, sem eignast
trausta foringja á erfiðum tímum. Því megum vér
einnig þakka fyrir hann við þetta mikla tækifæri.
Hann var forseti kirkjufélagsins frá 1875 —1908.
Af honum tók við sr. Björn B. Jónsson (1908—
1921), þá sr. Niels Steingrímur Thorláksson (1921
—1923), og nú er forseti sr. Kristinn K. Olafs-
son, prestur í Seattle í Washington-ríki og þar
um slóðir.
1 ár var haldið 51. þing Kirkjufélagsins. Var
það haldið í tvennu lagi dagana 19.—20. júní
að Mountain, þar sem félagið var stofnað, og 21.
—25. júní í Winnipeg, þar sem fyrsta þingið var
háð (1885). Það var mjög hátíðlegt þing, og vel
til þess vandað.
Guð blessi Hið evangeliska lútherska kirkjufé-
lag Islendinga í Vesturheimi með heilögum þroska
og óþrjótandi náð í Jesú nafni.