Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 113
109
söfnum aðstoð með áreiðanlega ritdóma um ný-
útkomnar bækur. Eiga þessar bókfregnir einkum
að taka tillit til siðferðilegs gildis bókanna. Hefir
þetta valdið mikilli æsingu hjá sumum, og einkum
hafa yngri höfundar gert árás á þessa ráðgerðu
nefnd. Gunnar Sundquist, fil. mag., ritari í Djákn-
stjórninni hefir verið fulltrúi hinnar kristnu skoð-
unar. þessar umræður hafa með sanni sýnt, að
eitthvað þarf að gera í þessu máli. það er ekki
langt siðan að kristnir æskumenn og ungir hug-
sjónamenn réðust á móti sorpritunum, og sýndi
það sig þar, að þar sem ungir menn v i 1 j a leggja
út í eitthvað, þar verður eitthvað.
K. F. U. M. í Stokkhólmi
hélt 50 ára hátið sína 9., 10. og 11. nóvember í
fyrra (1934). Var fögnuður mikill, og náðu hátíða-
höldin hámarki sínu í hljómleikahúsi Stokkhólms;
þar var konungurinn viðstaddur. — Skömmu siðar
var 75 ára afmæli Bernadottes prins. Sæmdi kon-
ungur hann orðunni illis quorum fyrir ósíngjamt
starf; þetta er mjög fágætur heiður. Hann var einn
af stofnendum K. F. U. M. í Karlskrónu 1889; flutt-
ist til Stokkhólms 1892 og hefir verið starfandi með-
limur þar síðan og auk þess formaður í sambands-
stjórn K. F. U. M. í Svíþjóð í h. u. b. 42 ár. Hann
varð 75 ára 15. nóv. í fyrra.
Biblíulegt safn.
Hið norska luthcrska heimatrúboðsfélag hefir
veitt fé til að stofna biblíulegt safn við biblíuskól-