Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 116
112
þaö hcfir gefið út tii þessa og væntum vér .að þessa
árs bækur verði frekar til að auka á það en hitt.
En vér finnum ástæðu til að bið.ja félagsmenn
mikillega afsökunar á því, live seint bækurnar
koma á árinu. Oss er það fyililega Ijóst, að það
ef bæði hnekkir fyrir félagið og óþægindi fyrir fé-
iagsmenn, og vér höfum fullan hug á að bæta það
fyrirkomulag, ef þess er nokkur kostur. Vér höfum
gert vort ítrasta til að þetta væri ekki svona, en
það hefir komið fyrir ekki, og veldur þar mestu
um örðugur fjárliagur félagsins, scm stafar af því,
að félagsmenn eru of fáir. Ef vér hefðum hand-
bært fó til að greiða með prentun og pappír jafn-
skjótt og prentun er iokið, þá myndi alit geta
gengið greiðara.
Á síðastiiðnu ári hlotnuðusl félaginu all-ríflegar
gjafir, sora hættu aðstöðu þess að miklum mun,
og færum vér gefendunum hér með þakkir vorar
fyrir góðvild þeii-ra og góðan skilning á starfi fé-
lagsins.
En einmitt vegna þessarar bættu aðstöðu, réðist
félagið i að taka að sér útgáfu barnablaðsins
„Ljósberinn", um síðustu áramót; lá þá við, að
hann hætti að koma út að öðrum kosti. Oss fannst
það ákaflega ömurlegt, að eina kristilega barna-
blaðið, sem gofið hcfir verið fit hér á landi, legðist
niður án þess, að tilraun yrði gerð til að halda því
út enn um hríð, en hins vegar var oss ekki full-
ljóst, hve gífurlega kostnaðarsöm útgáfa biaðsins er.
Félagið hefir nú gefið blaðið út í nærfellt eitt ár og
komizt að raun um a.ð útgáfan, með núverandi