Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Side 4
4
því lát þig meðal faiþeganna finna,
ef ferðast viltu heim til sælukynna.
Jeg vinna skal í víngarðinum þinum
sem verkamaður, hjartkær Jesús minn,
og styðja að því eptir mætti mínum,
að mikill verði ávöxturinn þinn,
með gleði störf af hendi ætið inna,
þótt enn þá sjeu fáir til að vinna.
En, vinur hjartkær, vertu jafnan sjálfur
í verki með mjer, bæði’ í gleði og sorg,
þin lífsins orð um allar heimsins álfur
þau öllum greiði veg i ijóssins borg;
því allir hljóta framtíð fagra’ og bjarta,
sem finna skjólið við þitt kærleikshjarta,
Samvinna
milli prests og safnaðar,
Eptir
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Þegar jeg vek hjer máls á samvinnu milli
prests og safnaðar, þá verð jeg að geta þess fyrst
og fremst, að jeg ætla ekki að tala uin þá sam-
vinnu, sem almennust er hjer á landi milli prests
og safnaðar, — samvinnu i búnaði, kaupskap, hrepps-