Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Page 15
15
StaÖhættir eru opt niikill þröskuldur i vegi, en opt
og einatt er orsökin meðfram gamall óvani og hirðu-
leysi af hálfu prestanna. Jeg veit að þetta eru
Þung orð, en jeg tala hjer ekki út í bláinn. Þess
eru dæmi og þau ekki sjerlega fá, að prostar spyrji
fermingarbörn að eins einu sinni, eða þá ekki fyr
en í vikunni fyrir ferminguna. Og jafnvei þótt þetta
sjeu fremur undantekningar, sem betur fer, er það
auðsætt mál, að börn, sem ekki hafa fengið aðra
kennslu en mjög ófullkomna tilsögn heima hjá sjer
við og við, og lært kverið sitt eins og þulu, þegar
Þau þá kunna nokkuð í því, — eins og óhætt er
að segja um fjöldamörg sveitabörn enn í dag, —
fá ekki mikla varanlega fræðslu, og verða því síð-
ur fyrir varanlegum kristilegum áhrifum, jafnvel
Þótt prestarnir spyrji þau 10 eða 20 sinnum fyrir
ferminguna.
Hjer þurfa að verða mikil stakkaskipti, ef
kristindómsfræðslan á ekki að lenda öll í höndum
einhverra barnakennara, sem engin trygging er fyrir
uð trúi nokkru orði i ritningunni. Danskir prestar
sPyrja fermingarbörn æði mikið optar, þótt þau hafi
gengið áður optast 6 ár í skóla með eptirliti prests-
ius. fess er og dæmi hjer á landi, að prestur
spyr börnin allt sumarið eptir messu; því reyna
ekki fleiri að gjöra það?------
En það er engínn hægðarleikur að kippa þessu
f Þig, nema veruleg samvinna geti komizt á milli
Pi'estsins og heimilanna i þessu efni. Staðháttum