Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Síða 16

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Síða 16
16 er svo varið sumstaðar, að hvað samvizkusanuir sem presturinn er, er hætt við að uppfræðsla hans verði fremur ófullkomin, ef heimilin styðja hann ekki verulega. En þá þarf presturinn að hafa áhrif á þau, og leiðbeina þeim eptir föngum, sem veita börnum þar tilsögn. Væri í því efni heppilegt, að presturinn hjeldi við og við fyrirlestra um kiistin- dómsfræðslu fyrir foreldrum og sveitakennurum sínum. — Annars veið jeg að skjóta því hjer inn i, að það er sorglegt að prestar skuli svo sársjaldan halda fyrirlestra um kiistindómsmál, það veitti þó ekki af þvi, og ólíklegt er að prestarnir sjeu svo fáfróðir, að þeir treysti sjer ekki til þess. Viða hvar mundi margur hlusta á þá, sem annars fer sjald- an í kirkju. — Þá þarf presturinn að gjöra sjerstak- ar tilraunir til að kynnast sveitakennurunum í sóknum sínum og hafa áhrif á þá ef unnt væri að fá þá i verulega samvinnu við prestinn. Gæti þá presturinn t. d. reynt að bjóða þeim heim til sín 2svar eða 3svar á vetri, en eðlilega yrði hann þá að sjá um, að sú heimsókn yrði til annars meira en að drekka kaffi og spila. Hann þyrfti að flytja stuttan fyrirlestur um kristindómsfræðslu með frjáls- um umræðum á eptir. Væri einhver kennaranna áhugasamur um kristindóm, og jafníramt laginn kennari, væri einkar æskilegt að hann hjeldi fyrir- lestra um þessi málefni við og við í samráði við prestinn. En jafnvel þótt kristindómsfræðslan væri í

x

Heimilisvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.