Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Page 20
20
um til hjálpar, aðstoðar, huggunar og áminningar.
Það or í því fólgið, að trúaðir menn sjou í lifandi
sambandi, sjeu einn líkami, þar sem hver einstak-
lingur er sjerstakur limur með sjerstöku ætlunar-
verki og ábyrgð; limur með sínu lífi, en jafnframt
þörf á öðrum, af því, að líf allra limanna er frá
sömu uppsprettu og samá eðlis. — Það er í því
fóigið, að allir myndi heilagt bræðrafjelag, þar sem
enginn fer eingöngu eptir sínu höfði, en leitar ráða
og aðstoðar bræðranna, hlustar á aðvaranir þeirra
og skipast við áminningar þeirra. — — Enginn ó-
kunnugur getur ímyndað sjer fylliiega, hvað þetta
samfjelag er mikilsvert. Þaj- kynnast Guðs böm,
leiðbeina hvert öðru, biðja hvert fyrir öðru og unna
hvert öðru. Hikandi menn verða þar einarðir,
hálfvolgir heitir, leitandi menn finna þar úrlausn
vafaspurninganna, og andvaraleysingjarnir, sem á
horfa, fá samvizkusting. Þar er skjaldborg og bak-
hjallur trúaðra presta, og einherjar kirkjunnar.
Slikt samfjelag trúaðra er því miður óþekkt
víðast hvar hjer á landi, en í flestum öðrum evan-
geliskum löndum er það algengt, og er þá miðstöð
allrar kristilegrar starfsemi innan kirkjunnar. Og
þar er víðast litið svo á, að það sjeu ekki lægnir
prestar, sem geta ekki fengið kristna kjarna safnað-
arins í samvinnu við sig.
Einhver kann að spyrja: „Hver á að gang-
ast fyrir þessum fjelagsskap? — Presturinn á að
sjálfsögðu að gjöra það, sje liann fær um það, eöa