Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 21

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 21
21 t'jettara sagt, sje hann Guðs barn sjálfur1). — Honum stendur það þá næst, og hann er færastur um Það, enda verður það honum sjálfum tiJ ómetanlegrar blessunar. Hann veit þá, hverjum hann má treysta sjer tii aðstoðar bæði ijóst og leynt, og getur margt l®rt af trúuðum leikmönnum, sem kunna að vera eldri og reyndari en hann sjálfur. Margur prestur kvartar yfir því, og það ekki að ástæðuiausu, hvað hann heyri sjaldan til annara presta, og hvað hann yfir höfuð sje aleinn í starfi sínu. En væri slikt samfjeiag komið á, mundi hann siður þurfa að kvarta, og meiri kraptur verða í ræðum hans, ef hann vissi, að margir væru að biðja fyrir sjer. — Þeir leikmenn eru og til hjer á landi, þót.t fáir sjeu, sem gætu gengizt fyrir líkri trúarhieyfingu °g hjer er talað um, og þeim er synd að grafa *) Til hvers er að neita því, að sumir prestar þessa lands eru ófœrir til að gangast fyrir nokkrum lifandi kristin- dómi, nema þeir taki algjörðun* sinnaskiptum. Prestar,— sem þjóna Bakkusi, — prestar, — nem eru aláhugalausir um kristindómsmál, þótt þeir sjeu heiðvirðir bændur; eða prestar, — sem prjedika: „Friður, friður, og öllu óhætt!“ yfir liálfsofandi fólki, og hindra menn frá apturhvarfi' með því að segja eitthvað þessu Iíkt: „Kristnu vinir, vjer er- um raunar öll döpur ljós, en öll samt á leið til himins, °g Guð er sro kærleiksríkur að öllu er óhætt, ef vjer hegðum os8 ráðvandlega," — þótt þeir kunni að vera málsnjallir, — þessir prestar verða miklu fremur að fóta- kefli en að máttarstoð lifandi kristindóms. (sbr. Jerem, 8. 11. og Esekiel 34.).

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.