Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Page 22
22
pund sitt í jörðu. — Þegar kristnir áhugamenn sjá
að prestur þeirra heflr. kristindómsmálið í hjáverk-
um og sinnir ýmsu öðru mikiu meir, ættu þeir að
t.ala um þetta við hann í bróðerni, og komi það
að engu haldi, verða þeir sjálfir að hefjast handa,
muna eptir I. Pjet. 2. 9., og gjörast sjálflr sálgæt-
endur, hvað sem prestinuin líður. — Enginn skyldi
ímynda sjer, að hann gæti afsakað á efsta degi
leti sína eða vanrækslu með því, að hann hefði
átt ónýtan prest. Biblian er öllum opin og hún er
sannorðari og ákveðnari en margur guðfræðingur
nútímans.
„En livar og livenœr á að halda þessar sam-
komur, við eigum annríkt og höfum fáa fundarsali?"
segja sumir.
í því efni verður að fara eptir ýmsum atvikum.
En þó mun víðast hontugt. í sveit að hafa þær í
kirkjunni epfir messu. Jeg verð að gjöra ráð fyrir
því, að prestarnir geti látið hi-eppamál og afrjettar-
mál sitja á hakannm, minnsta kosti á sunnudögum,
og megi þ.ví vera að því að sinna kristilegum fund-
um. — Að því er kirkjurnar snertir, er jeg raun-
ar alveg ósamþykkur því, að þær sjeu hafðar fyrir
þvottahús, reiðtygjaskemmur og svefnhorbergi handa
ferðamönnum, eða þar sjeu haldnir fyrirlestrar um
áburð eða fjárkláða, eða annarlegar trúarkreddur;
en hitt kannast jeg við, að þær sjeu ofdýr hús til
þess að standa auðar nema 2 klukkutíma 10 —
§0 eða 30 daga í árinu. Yjer höfum ekki efni á,