Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Qupperneq 28

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Qupperneq 28
28 unum, og því síður ættu vantrúaðir „mannúðar- postular" að þurfa að hvetja prestana og kristilega sinnað fólk til að koma á skipulegu líknarstarfi. Jeg hefi hjer að framan vikið að mörgu öðr- um til íhugunar, sem meira þyrfti að tala um, ef rúm leyfði. Sumstaðar kann flest að vera i góðu lagi af því, sem hjer er fundið að. En hitt er víst, að viðast hvar hjer á landi er sáralítil samvinna milli prests og safnaðar í andlegum málum, og alstaðar þyrfti hún að vera meiri en hún er. — Hafi jeg verið harðorður um prestana, þá gjöiði jeg það vissulega ekki til að særa þá, heldur til þess að hvetja þá til framkvæmda. — Jeg kannast fyllilega við að hægra er um að tala en í að komast, og margt stuðlar að því að prestarnir eru ekki betri en þeir eru: óhentugir og ófullkomnir undirbúnings- skólar, lítil oða engin praktisk þekking á blómlegu safnaðarstarfi,1 sultarkjör, litil hluttekning hjá sof- andi söfnuðum o. fl., en þrátt fyrir allt getur einbeitt- ur vilji, lifandi trú og starfsiægni komið miklu meira til vegar en enn má viðast sjá vor á meðal. Sumir segja að rangt sje að benda á svörtu i) Yæri eklii nær að iandssjóður hætti að kosta letingja á prestaskólann, sem koma þar ekki nema stöku sinnuin, en styrkti aptur efnilega guðfræðinga til utanfarar, svo að þeir gætu kynnzt kristindómsstarfi erlendis ?

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.