Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 34
34
um mig hvað sem þjer viljið, og það er ekkert
rangt í því áliti ykkar, að jeg er úrþvætti, ónýtur
til alls annars en þess að drekka og blóta, ragna
og. formæla. En jeg skal segja ykkur nokkuð:
Hefði jeg gefið gaum að því, er þessi bók segir, þá
væri jeg í öðrum fjelagsskap í kvöld, — og í öðr-
um fötum líka“.
„Jeg man,“ sagði haun, — og hann talaði
hratt og með lágri, hásri röddu, líkara því, að hann
væri að tala við sjálfan sig en aðra. „Já, aldrei
gleymi jeg því, hvernig hún móðir mín sat við
rúmið okkar á kvöldin, við rúmið mitt og hans
bróður míns, og var að lesa fyrir okkur í biblíunni,
og að segja okkur sögur úr lienni, þangað til við
urðum svo hrifnir, að okkur vöknaði um augu,
ýmist af gleði eða sorg. Aldrei gleymi jeg, — þótt
gjörspilltur sje jeg, — þeim söngvum, er hún söng
fyrir okkur og kenndi okkur að syngja, þangað til
við sofnuðum við sönginn".
„Jeg man enn þá,“ hjelt hinn ógæfusami maður
áfram, „eptir þeim degi, er Davíð fór að heiman
með blessun móður okkar, til að leita sjer atvinnu
einhvers staðar út í víðri veröld. en jeg varð aleinn
eptir hjá móður minni. Og jeg hefi enn ekki
gleyrnt fyrsta skiptinu1',— það kom kjökurhljóð í
rödd gamla mannsins, en hann herti sig upp, rjett
eins og hann skammaðist sin fyrir veikleik sinn,
og vildi hylja hann, — „já, fyrsta skiptinu, fjelagar,
er jeg var í fjelagsskap, likum þessum hjer inni, og