Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Qupperneq 40

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Qupperneq 40
40 augu, þegar hann sá mig liggja á gólfinu við rum- stokkinn. Hann stóð kyr og starði á mig um stund. Hann var auðsjáanlega að grufla upp, hvað fram hefði farið kvöldið áður. Loksins rankaði hann við því, og rak upp hlátur, kærulausan kuldahlátur. „Jenny þarna niðri skal svei mjer fá hana,“ sagði hann. „Hún heldur að jeg hafi keypt hana í staðinn fyrir þá, sem jeg seldi um daginn; það er líka myndarlegra heldur en ef jeg hefði selt hana þarna í gærkvöldi." Hrekkjalegt ánægjubros ljek um varir hans. Hann staulaðist niður stigann, stanzaði, eins og væri hann að hugsa um eitthvað, en fór síðan inn i herbergið, sem röddin heyrðist frá um nóttina. fað var herbergi með ómáluðum kalkveggjum; i því var steingólf. Lítið borð og koffort voru einu húsgögnin þar inni, auk rúmsins, sem sjúklingurinn lá, eða rjettara sagt sat í. Hún var á að gizka um þrítugs aldur; hún var föl og mögur, svarta hárið, sem gægðist fram undan hvítum kappanum, var orðið hæruskotið, augun voru skær og lágu djúpt. Visnu, mögru hendurnar hennar voru að keppast við að hekla. Þegar faðirinn kom inn, iagði hún vinnu sína frá sjer, og horfði með hræðslusvip á hann. „Nú, Jenny, hvernig líður þjer svo í dag?“ spurði hann. „Betur, pabbi, mikið betur,“ svaraði dóttirin. fNær föðurlandinu, nær föðurlandinu,*

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.