Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Qupperneq 42

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Qupperneq 42
42 henni annars ekkert til; í himninum þarf enginn biblíunnar. Nú liður heldur ekki á löngu, þangað til jeg kemst heim. Ó! elsku, elsku pabbi minn, bara að þú vildir . . . .“ — „Já, nú má jeg til að fara burtu, Jenny," flýtti hann sjer að segja. „Þarf jeg ekki að gjöra neitt fyrir þig, áður en jeg fer?“ „Nei, þakka þjer fyrir. Matty kom inn til mín, og bjó um. rúmið; hún lítur víst inn til mín aptur seinni partinn. Hefir þú fengið nokkra vinnu, fyrst þjer iiggur svona mikið á?“ spurði hún. „Ekki er nú svo vel, Jenny. Nei, nærri allar verksmiðjurnar eru lokaðar, eins og þú veizt, og enga vinnu að fá. En það á að vera stór verk- mannafundur í dag; jeg þarf þangað að tala máli okkar verkamannanna.“ „Æ, vertu heldur heima, pabbi,“ bað hún inni- loga, „þú færð engu áorkað, svo ferðu bara að drekka aptur, og kemur svo heim — pabbi, elsku paljbi, bara ab þú vildir . . . . “ — „Jennyl* greip faðirinn fram i, „þú manst. þó víst hver jeg er. Það ert ekki þú, sem átt að segja mjer, hvert jeg á að fara eða hvert ekki að fara, nje hvað jeg á að gjöra eða ekki að gjöra, — þú, sem liggur í bæiinu dag eptir dag. Jeg skal segja þjer nokkuð: Jeg œtla á fundinn, og langi mig í staup, dvekk jeg það; langí mig i annað, di ekk jeg það líka. Jeg hefi þó svei mjer ekki fengið svo jnikið að borða síðasta sólarhrínginn, Heldur þú(

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.