Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 44
44
stóð á borði við nímið og tók lok af henni; það
var kjötbiti og fáeinar kartöflur í henni, „Matty
kom inn með þetta áðan“, hjelt hún áfram, „en jeg
þarf þess ekki, pabbi; jeg flnn ekki framar til
hungurs".
Faðirinn greip skálina græðgisiega og fór að
sioka í sig matinn.
„Jeg þakka þjer fyrir, Jenny“, sagði hann þeg-
ar hann var búinn. — „Þú heflr þó vist enga pen-
inga, Jenny?“ spurði hann í hálfum hljóðum og
beygði sig ofan yfir sjúklinginn.
Hún hristi höfuðið með sorgarsvip.
„ Jeg á engan skilding, pabbi, En jeg vona að
jeg geti selt þetta, sem jeg er að vinna í kvöld;
Matty hefir iofað mjer, að selja það fyrir mig“.
„Hvað mikið heldurðu að þú fáir fyrir það?“
spurði faðirinn með áfergju.
Hún nefndi einhverja upphæð.
„Það er allt of lítið, Jenny. Þeir pretta þig, af
því þú getiir ekki verzlað við þá sjálf. Láttu mig nú
fá það — jeg skal fá meira fyrir það, máttu trúa“.
„Nei, pabbi, nei,“ svaraði sjúklingurinn án þess
að litaupp; „þú mátt ekki fá það; það mundi leiða
þig í freistni".
En faðir hennar hrifsaði heklið úr hendi henn-
ar. „Jeg er að segja þjer, að jeg ætla bara að
reyna að fá meira fyrir það en þú get.ur fengið.
Það er þó víst líka jeg, sem öl önn fyrir þjer,
hjelt jeg“.