Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 4
4
og þegar fram liðu stundir og þau eignuðust börn,
lögðu þau alla rækt við að mennta þau sem allra
bezt.
Ramabai var yngsta dóttir þeirra. Hún var
gáfuð og bráðþroska. Hún las þegar á unga aldri
bækur hinna lærðustu Brahmina, og þegar hún
var 12 ára, kunni hún 1800 vers úr „Púranas",
sem talin er heilög og „hávísindaleg" bók meðal
Brahmina. Faðir hennar vildi ekki gipta hana nein-
um meðan hún væri barn, af því að hann sá, hvað
„barna-hjónahöndin“ voru varasöm.
Ananta var auðugri að fróðleik en að pening-
um, enda var hann mjög gestrisinn við þá, sem
komu að hlýða á lærdóm hans. Árin 1876—77
varð ógurlegt hnllæri á Suður-Indlandi; og þá flosn-
aði Ananta alveg upp, seldi jarðir sínar í skuldir
og hjelt að heiman með konu og börnum. Ramabai
hefir lýst högum þeirra þessi ár í bók sinni: „Hungurs
raunir", og segir þar meðal annars:
„Áður en hallærið mikla, í Madrasfyikinu komst
í algleyming, var það í aðsigi í 3 ár. Jeg var bæði
ung og ókunn veröldinni í kringum mig, svo mjer
varð það ekki full-ijóst þegar í stað, þótt jeg yrði
vör við mikia fátækt bæði heima hjá mjer og hjá
sumum nágrönnum vorum.
Æðstu erfðastjettirnar áttu erviðast þá eins
og enn í dag, þeim þótti minkun að því að vinna
með höndum sínum og þá ekki siður að betla. —
Faðir minn var jarðeigandi og velmetinn kennari,