Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Síða 5
5
og hafði nóg fyrir sig og sína, en þegar hann var
orðinn gamall, heilsulítill og loks blindur, missti
hann eignir sínar á ýmsan hátt. Við systkinin
höfðum ekki lært neitt starf, er við gætum unnið
fyrir okkur með, okkur vantaði ekki þekkingu til
bókarinnar, en drambsemi og hleypidómar ættar
vorrar komu í veg fyrir að við færum að starfa
eitthvað til að vinna fyrir foreldrum vorum. í
stuttu máli: okkur vant.aði heilbrigða skynsemi, og
í stað þess að vinna fyrir okkur, eyddum við fjár-
rnunum okkar i ölmusu gjafir handa Brahminum
til þess að þóknast goðunum, sem við væntum að
mundu þá og þá láta rigna gulli niður til vor.
Við heimsóttum helga staði og musteri, ákölluð-
um ýmsa guði, böðuðum okkur í ýmsum heilögum
fljótum og tjörnum, til að frelsa oss frá þeirri eymd
og ógæfu, sem hafði steypt okkur í fátækt. Við
vörpuðum okkur að fótum fánýtra goða, áköiluðum
Þau dag og nótt um að veita okkur gæfuna. Hinn
elskaði bróðir minn, efnilegur maður rúmlegatvítugur,
spillti heilsu sinni á föstum og meinlætalifnaði, en
allt varð árangurslaust. Betur að við hefðuni þá
sjeð fávizku skurgoðadýrkunarinnar.
Við höfðum að sönnu lesið í Vedanta, að við
dýrkuðum ekki líkneskjurnar, heldur einhver goð,
sem þær táknuðu. En þessi „æðri þekking" vor
kom oss að engu haldi. Við litillækkuðum okkur
fyrir skurðgoðunum eins og aðrir Brahmatrúar-
inenn þúsundum s^man. Við bjuggumst árangurs-