Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 7

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 7
7 af öllu hjarta, án þess að vita það, og lagði kapp á að börn hans gjörðu það einnig. „Mundu eptir þvi barnið mitt“, sagði hann, „að þú ert yngstabarnið mitt og mjer þykir vænst um þig, jeg hefi falið þig guði vorum, þú ert hans, honum einum áttu að þjóna allt líf þitt“. Hann gat ekki sagt meira, en orð hans hafa vissulega náð til hins alvalda, miskunnsama Drott- ins. f*vi hann, Drottinn alls lífs, hefir getað leitt mig synduga og óverðuga úr myrkri heiðninnar í Ijós síns frelsandi kærleika. Þess vegna get jeg sagt nú: „Já, elsku faðir minn, jeg ætla að þjóna sönnum Guði tíl hinztu stundar". — Það gat jeg ekki sagt í þetta skipti, jeg hlýddi á orð hans, en gat engu svarað. — Hann bað okkur að ganga frá sjer. Hann ætlaði að búa sig undir dauðann með þögulli íhugun. Drottinn miskunnsemdanna, sem opt kemur í veg fyrir að syndug börn gangi í blindni út í glöt- unina, kom oss nú til hjálpar. Bróðir minn sagð- ist ekki treystast til að sjá föður okkar verða sjálfs- morðingja. Af tvennu illu kvaðst hann heldur vilja brjóta siðvenju ættar sinnar, og fara að vinna fyrir foreldrum sínum. Það kom ný von í hjörtu vor allra, og við bjuggumst til að fara til næsta þorps. Samt vonuðum við hálfvegis í kyrþey að tígrisdýr eða höggormar yrðu á vegi vorum til þess að stytta eymdastundir vorar. Við gátum varla gengið, svo lasburða voratp við, og vegna ættardrambsins hryllti

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.