Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Side 14

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Side 14
Í4 Ramabai var betur stödd, þegar hún varð ekkja, en ílestar stallsystur hennar. Hún var alveg óháð tengdafólki sínu, og hafði bæði þrek og hæfileika til að láta ekki traðka mannrjettindum sínum. Hún fór að halda fyrirlestra að nýju, sjerstaklega í Poona, höfuðborg gamla Maratha landsins, en þar njóta konur meiri rjettinda en viðast annarstaðar á Ind- landi, þær máttu t. d. ganga út og inn leyflslaust, og voru ekki lokaðar inni i kvennadyngjunum (senena), eins og annars er vani um heldri konur Hindúa. — Framsóknarmönnum í Poona geðjaðist allvel að fyrirlestrunum og mynduðu fjelag til að styðja að menntun kvenna, — að þær lærðu að lesa móð- urmál sitt og sanskrít, — og koma í veg fyrir barna hjúskap, — að foreldrar föstnuðu börn hvert öðru eða seldu kornung stúlkubörn öldruðum mönn- um; — aptur vildu þeir ekki sinna þriðja málinu, sem Ramabai barðist fyrir, að bæta kjör ekkna. Árið 1882 kom sendinefnd frá ensku stjórninni til Poona, sem átti að gjöra tillögur um uppeldismál Indlands. Nefndarmenn heyrðu Panditu Ramabai halda tölu, boðuðu hana síðan á sinn fund og fannst svo mikið um orindi hennar að þeir Ijetu snúa því á ensku. Nú fór hún að kynnast fleirum en Brahmin- um, og þótt hún kynni ekki eitt orð í ensku, ein- setti hún sjer að reyna að komast til Englandsti) að menntast betur, svo að hún gæti orðið. löndum

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.