Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 33

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 33
33 ar 40, og siiiriar þeirra á förum, og jeg hafði ekki húsnæði handa fleirum en 65 námsstúlkum. Efa- semdir komu í huga mjer, og jeg varð að spyrja Drottin, hvort rjett væri að biðja hann um þetta og hvort jeg mundi geta ráðið við svo stóran hóp. Skólinn átti einmitt við mótbyr að búa og jeg vissi ekki hvaðan jeg gæti fengið 50 stúlkur, hvað þá fleiri. — Jeg ákallaði Guð og bað hann um glöggt svar, og leit hann þá til mín i náð sinni og minnti mig á þessi orð: „Sjá, jeg Drottinn er Guð nlls holds; er mjer nokkur hlutur um megn?“ (.Jei'. 32. 27.) Þetta var ofanígjöf fyrir efablendni mína, en auk þess fyiirheiti um, hvað mikið Drottinn ætlaði að gjöra fyrir mig. Jeg skrifaði í vasabók mina daginn, sem jeg hafði beðið Guð um 225 námsstúlkur, og fyrirheitið, sem Guð hafði þá gef- ið mjer, og beið svo með þolinmæði. — Svo iiðu 6 mánuðir og starfið gekk líkt og vant var. Ekki hafði samt fjölgað á skólanum, þar voru ekki nema 41 stúlka nú, og mjer kom opt i hug, hvort bæn mín við „tjaldafundinn" hofði ekki farið fram úr hófi. — Mjer var þá ókunnugt um hallærið i Mið-Indlandi og vissi ekki að hægt væri að fá námsstúlkur þaðan. Jeg frjetti um sult- inn í október og samhliða iivatti Drottinn mig til að fara og bjarga ungum ekkjum frá að verða hungurmorða. Samt hafði jeg ekki djörfung til að hlýða kölíun Drottins fyr en i desember. Erfiðleik- arnir voru margir. Jeg var ekki viss um að finna 3

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.