Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Qupperneq 48
47
Mukti er á ófrjórri hásljettu og hefir því þurft
mikinn dugnað til að rækta landið umhverfis.
Sharadan hefir ekki vaxið að mun síðustu árin; en
i Mukti, þar sem Ramabai á heima nú, er allt af
verið að færa út kvíarnar. Er þar nú komið vænt
þorp með 3000 íbúum. í miðju þorpi er kross-
kirkja, sem rúmar 2700 áheyrendur. Ramabai og
útlendar kennslukonnr prjedika þar á sunnudögum,
en á virkum dögum er þar skóli, og er þá Manór-
ama skólastjóri, hún er nú orðin prýðilega mennt-
uð. Sjerstakt hús er þeim ætlað, sem heiðnar eru
og enn semja sig að stjetta siðum sínum, en þeim
fækkar stöðugt. Kirkjan er nærri full á hverjum
helgum degi, og um 300 taka. þátt i morgunbæn-
um kl. 4V2 f. h. — Eitt stórhýsið er ætlað mun-
aðarlausum drengjum. Þar býr ensk trúkona og
ræður yfir 125 drengjum 10—16 ára gömlum, þeir
hjálpa til við ýms dagleg störf og læra margt þarf-
legt. Dönsk stúlka, ungfrú Sörensen frá Lemvig,
or forstöðukona útsaumsdeildarinnar, og önnur gæt-
ir 60 vefstóla i vefnaðarstofunni. — Annars eru
einar 6 kennslukonurnar útlendar, hinar allar ind-
Verskar. Konur gegna hjer öllum þýðingarmestu
störfunum, að því fráteknu að skrifstofustjórinn hjá
Ramabai er roskinn Brahmini, sem snerist. fyrir
uokkrum árum, og heitir Gatre. „Það er vand-
íundinn alúðlegri og betri maður“, segja þeir, sem
Þekkja hann.
Það eru ekki smáræðis peningar, sem þarf til