Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 49
48
þessara stofnana, — „stórvöxnustu kristniboðsstöðv-
anna, sem jeg hefi sjeð“, segir Hermann Jensen, —•
og meginþorri þeirra eru frjálsar gjafir kristinna
manna víðsvegar um heim. „En, hver sem gefur
fátækum, skal ekkert bresta“. — —
Vantrúarmenn, sem trúa varla öðru, en að
taumlaus eigingirni sje rikasta afl í lífi allra, segja
stundum að kristniboðsfjelögin sjeu fjeglæfrafjelög,
og þeir fáu, sem trúa þessu, fara svo stundum
sjálfir af stað tii að afla sjer peninga undir yflrvarpi
trúarinnar, en þeir græða litið á þvi. Úlfurinn
segir fljótt til sín, og þá sinnir þeim enginn. Og
einmitt, vegna þessara vantrúuðu hræsnara eru trú-
aðir menn almennt mjög varkárir, þegar ókunnir
menn eiga hlut að máli. Fjeglæframennirnir ættu
þvi aldrei að halla sjer að kristniboði, samgöngurn-
ar eru of greiðar til þess að ósannar skýrslur
borgi sig.
Margir kristniboðar hafa fúsir iátið eignir, heilsu
og lif tii útbreiðslu riki Drottins. Sýnilegi á'-ang-
urinn heflr verið misjafn. En mestur verður árang-
urinn optast nær, þegar innlendir dugnaðarmenn
snúast algjörlega og beita sjer fyrir kristniboðið.
Reynzla siðari ára sannar það greinilega. En alstað-
ar kemur það greinilega í ljós, að iifandi kristin-
dómur er sterkasta hfsaflið í heiminum, en syndin
eða vantrúin er glötun þjóðanna.