Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1971, Page 16

Muninn - 01.05.1971, Page 16
Tveir menn töluðust við. "Hvernig gengur?" "Æ, heldur í verra lagi." "Hvað áttu marga eftir?" "Svona fjögur þúsund - ef allt gengur vel." "Hvað geturðu lánað mér marga?" "Átta hundruð í mesta lagi." "Það næ^ir engan veginn." "Jæja þa, þúsund." "f’akka þér." fcennirnir skildust. Þeir höfðu verið að tala um menn. Peir voru hershöfðingjar. Það var stríð. ★ Tveir menn töluðust við. "Sjálfboðaliði?" "Auðvitað." "Hversu gamall?" "Átján. Og þú?" "Líka átjan." ftiennirnir skildust. Þeir voru hermenn. En annar féll til jarðar. Dáinn. Vissulega var stríð. ★ Þegar stríðið var úti, kom hermaðurinn heim. En hann skorti brauð. Þá hitti hann fyrir annan mann, sem átti brauð. Hermaðurinn skaut hann. "Þú skalt ekki annan deyða," sagði dómarinn. "Hvers vegna ekki?" spurði hermaðurinn. ★ Að friðarráðsstefnunni lokinni, gengu ráðherrarnir um borgina. Þeir komu að skotbakka. "Kæra herrarnir sig um að skjóta?" kölluðu stúlkur með rauðar varir. Allir ráðherrarnir tóku sér byssu í hönd og skutu á litla manns- líkami úr pappa. 1 miðri skothríðinni kom gömul kona og tók af þeim byssurnar Þegar einn ráðherrana vildi fá byssuna sína aftur, sló hún hann utanundir. Það var móðir. ★ Eittsinn voru tveir menn. Þegar þeir voru tveggja ára, létu þeir hendurnar ráða. Tólf ára börðust þeir með spýtum og köstuðu grjóti. Tuttugu og tveggja ára skutu þeir úr byssum hvor á annan. Pjörtíu og fjögurra ára köstuðu þeir sprengjum. Sextíu og tve^gja ára notuðu þeir sýkla. Attatiu og tveggja ára dóu þeir. Þeir voru jarðaðir hlið við hlið. Þegar lítill ánamaðkur gróf sig einni öld síðar gegnum báðar grafirnar, tók hann ekki eftir því, að hér lágu tveir andstæðir menn. Þetta var sama moldin. ★ Árið fimm þúsund, þegar moldvarpan leit upp úr jörðinni, komst hún róleg að raun um það, að: Enn eru trén tré, enn garga krákurnar, enn lyfta hundarnir afturfæti. og stjörnurnar, heiðin og hafið og hrossaflugurnar, allt er hið sama. Og stundum - stundum hittir maður mann.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.