Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 14

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 14
Helga Hilmisdóttir Aðalsteinn Arnarsson Helga Hilmisdóttir dvaldist sem skiptinemi í Georgíufylki í Bandaríkjunum 1988-1989. Geturðu lýst útliti bandarískra unglinga? - Flestum stelpum þykir gaman að punta sig og í þeim tilgangi setja þær bláan maskara, augnskugga og varalit á sig. Það þykir mjög töff hjá þeim að vera með permanent og þá nóg af hárspreyi. Há- hælaðir skór og þröngar gallabuxur eru líka “inn“ hjá þeim. Srákarnir eru ágætir, soldið sjúskaðir að vísu. Finnst þér að amerískar unglingabíómyndir gefi manni rétta mynd af lífi venjulegra bandarískra tmglinga? - Já, svona á vissan hátt. Kannski samt ekki alveg. Fólk fer á , ,date‘ ‘ og það eru svona aðalgellur og -gæjar í skólanum o.s.frv. Fórstu á NBA-leik? - Nei, en ég fór á marga skólaleiki. Ég var stigavörður hjá skólaliðinu svo að ég fór á körfuboltaleiki 3svar í viku. Breyttust viðhorf þín til Bandaríkjamanna eftir dvölina? - Já, það má segja það. Ég komst að því að þetta er bara venjulegt fólk. Gerðir þú ekki einhvemtíma eitthvað af þér? - Síðasta skóladaginn þá tókum við fullt af klósettrúllum og vöfðum pappírnum um öll trén þarna í kring og stálum svo skiltum frá fasteignasölum og settum þau á skólalóðina. Ég var nú bara vitorðsmaður og var hlíft við refsingu. Ég lendi aldrei í neinu veseni. Hinir krakkarnir voru hinsvegar látnir skila skiltunum og biðjast afsökunar (innsk.blm. Helga hlær tröllslega af þessari ljúfu endurminn- ingu ). Aðalsteinn Amarsson dvaldist sem skiptinemi á sveitabæ nokkrum í Norð- ur-Þýskalandi 1989^90. Segðu okkur nú eitthvað imi þessa frægu þýsku bjórdrykkju? - Ja, ég sakna bjórsins. Maður drakk hann alltaf um helgar og þá soldið mikið! Nei, nei, maður kynntist bjór, lærði að drekka hann og fara vel með hann. Ég naut hans! Hvemig var félagslífið? - Lélegt. Það var ekkert félagslíf í skólanum utan við leikfélag, sem ég var í, og kór. Annað félagslíf þurfti maður að sækja utan skóla. Ég fór t.d. í handbolta sem ég hefði kannski betur látið ógert. Hvemig er hinn týpíski Þjóðverji? - Þeir eru stundvísir eins og frægt er og þeir eru jú sparsamir .kannski ekki nísk- ir en... Þeir hafa barnalegan húmor. Þetta er alveg frábært fólk, svakalega elsku- legt. Hvar sem þú kemur ertu velkominn. Allir eru að bjóða þér heim til sín og eftir mánaðarveru þarna þá hefði ég getað valið úr mörgum heimilum til að búa á í nokkur ár í viðbót. Mjög svo vingjarnlegt fólk. Hvemig finnst þér að vera í þýskutímum eftir dvölina, geturðu hlegið að kennunmum? - Já, heldur betur og krökkunum líka. Nei, nei, ég er nú svo sem ekkert góður sjálfur. Málfræði kann ég til dæmis enga. Hvemig em almenningsklósettin í Þýskalandi? - Þau eru athyglisverð. Þetta eru dálítið sérkennileg klósett skal ég segja ykkur. Maður sest svona yfirleitt á einhverja setu, gerir eitthvað þar (innsk.blm. ??????) og sturtar síðan niður á eftir. Þetta er svona frekar líkt því sem maður á að venj- ast hér á íslandi. 14 ■ MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.