Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 28

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 28
Smásaga úr líflnu Hún lagði tólið á símann og kyngdi stórum um leið. Helvítis auminginn! Hann var þá ekki meiri maður en þetta. Gat hann ekki talað við hana augliti til auglitis? Henni leið eins og ljósaperu, sem dottið hefur í gólfið og splundrast í þúsund mola. Fyrst í stað var hún lömuð. Síðan reyndi hún að taka sig á, og hófst handa við að sópa saman brotum sálar sinnar. Aldrei, aldrei aftur skyldi hún gefa hjarta sitt nokkrum manni. Astin er dásamleg. Maður svífur um í sælu, einu feti ofan við jörðina. Lífinu öllu heilsar maður með brosi á vör. Og þó maður detti og meiði sig, kærir maður sig kollóttan og hlær að öllu saman. Þau voru jafn gömul. Hann var á náttúrufræðibraut, en hún á félags- fræðibraut. Hún bjó á vistinni en hann leigði út í bæ. Hún hafði tekið eftir hon- um. Horft í brúnu, dökku augun, sem glottu ásamt fallegum munninum að lífinu og tilverunni. Hún tók eftir því að hún var farin að hugsa óeðlilega oft um þennan strák. Fyrst vildi hún ekki við- urkenna það fyrir sjálfri sér, en loks gafst þrjóskan upp. Hún var orðin ást- fangin upp fyrir haus. í löngu frímínút- unum leituðu augu hennar jafnan að honum, og fundu hann yfirleitt. Þá stóð hann með hendur í vösum og hall- aði sér kæruleysislega aftur að ein- hverri súlunni. Annað slagið tók hann vinstri höndina úr vasanum og renndi henni í gegnum hárið. Einn daginn stóð hún allt í einu beint á móti honum í hring á gólfinu í Möðruvallakjallara. Hún hafði slæðst þangað með vinkonu sinni sem var með honum í bekk. Það var föstudag- ur. Diskóbræður spiluðu tónlistina svo hátt, að hún varð að öskra í eyrað á næsta manni til að halda uppi samræð- um. Það var skólaball í Bleika í kvöld. Ætluðu ekki allir að fara? ,,Jú, jú, maður verður að láta sjá sig“, sagði einhver., ,Á að fá sér í glas?‘ ‘,, Kannski maður fái sér aðeins“, var svarað. Henni skildist að flestir ætluðu að fara. Hann líka. Hún var komin snemma á ballið. Vinkonur hennar reyndu að fá hana til að dansa, en hún toldi illa við. Réttast sagt ráfaði hún um svæðið eins og villt akurhæna. Hvar var hann? Hún var farin að halda að hann kæmi ekki, þeg- ar hún sá hann beint fyrir framan sig á miðju dansgólfinu. Hann var ölvaður. Ekki bar á öðru. Hún fór út á gólfið og dansaði sig í áttina til hans. Síðan rakst hún á hann eins og fyrir algjöra tilvilj- un. ,,Ertuhress?“ spurðihún. ,,Já, al- veg dúndurhress“, svaraði hann. Þau dönsuðu saman, og virtust kunna því vel. Smám saman varð dansinn þokka- fyllri. Lambadadansinn var orðinn eins og sandkassaleikur við hliðina á ástartjáningu þeirra. Á endanum stóðu þau á miðju gólfi, og létu eins og þau væru að reyna að ná sem bestu munn- vatnssýni hvort úr öðru. Hún fór með honum heim. Ekki veitti af. Því hann hefði aldrei haft sig hálfa leið sjálfur. Hvað þá ratað. Hún dröslaði honum inn í herbergið. Þegar þangað var kom- ið virtist hann eitthvað kannast við sig og fleygði sér á rúmið. Hún kvaddi og fór upp á vist. Morguninn eftir vaknaði hún með fiðring í maganum. Herbergisfélagi hennar brosti með stríðnisglampa til hennar. Hún velti því fyrir sér hvort hann myndi eftir því hvað gerst hafði. Hún var ekki viss. Hún ákvað að heim- sækja hann um kvöldið. Á leiðinni barðist hjartað um í brjósti hennar og hún var margsinnis að því komin að snúa við. Einu sinni hætti hún meira að segja við, en svo hætti hún við að hætta við og bankaði upp á. Henni létti þegar hún sá að hann kom sjálfur til dyra. Hann heilsaði henni og horfði um leið vandræðalega á tæmar á sér. Eins og hann væri að telja þær. Eftir smávegis hik bauð hann henni inn. Þau fóm inn í herbergið og settust á rúmið. Þetta var allt saman fremur vandræðalegt og 28MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.