Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 29

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 29
ekkert sem þau sögðu virtist eiga við. Það varð því að þegjandi samkomulagi að tjáskiptin færu fram með líkamleg- um snertingum. Upp úr þessu urðu heimsóknirnar í litla herbergið út í bæ tíðari og reglu- bundnari. Hún var þar oft langt fram á kvöld, og stundum dvaldist hún þar næturlangt. Mörgu skemmtilegu gætu þeir sagt frá veggirnir þar inni, mættu þeir mæla. Þegar þau voru búin að vera saman í tvo mánuði, voru menn löngu hættir að kippa sér upp við að sjá þau saman. Þetta virtist vera orðið varan- legt. Þau voru undursamlega sæl, bæði tvö. Eina helgina fór hún heim. Mamma hennar var farin að óttast um hana. Hún hafði víst lítið heyrt frá henni síð- an skólinn byrjaði. Henni þótti vissu- lega gott að komast heim til sín. En margt þótti henni hafa breyst. Henni fannst hálfpartinn að hún væri orðin ókunnug í litla þorpinu sínu. Gamlir æskufélagar höfðu breyst. Kannski höfðu þeir þroskast svona í skóla lífs- ins. Kannski hafði hún þroskast burt frá þeim. Hún vissi ekki hvort var. Hún var fegin að komast aftur í skólann. Hún áttaði sig á því að henni hafði ekki liðið vel að vera svona lengi í burtu frá honum. Hún varð meira að segja að viðurkenna að hún var alltaf með ein- hverskonar fiðring í maganum, ef hún vissi af honum einhversstaðar með vin- um sínum. Þvílík ímyndunarveiki! Hún hafði nú ekki ætlað sér að gleypa hann, eða hvað? Mátti hann ekki eiga sína félaga? Hún beitti sjálfa sig hörku til þess að hætta að hugsa um þetta. Næsta dag sá hún hann í skólanum. Hún var að labba niður ástarbrautina, en hann var á leiðinni upp á Möðru- velli. Sá hann hana ekki? Jú, hann vissi örugglega af henni. Af hverju heilsaði hann ekki? Hún svitnaði í lóf- unum, þornaði í munninum, og fékk aftur þennan einkennilega fiðring í magann. Hún reyndi að tala við hann í löngu, en gekk það hálf erfiðlega. Hann talaði í einsatkvæðisorðum og augun flögruðu út um allan sal. Seinna um daginn frétti hún loksins hvað hafði gerst. Hann hafði verið í teiti um helgina og farið heim blindfullur með stúlku upp á arminn. Hún vildi ekki trúa þessu og reyndi að setjast niður og læra efnafræði. Loksins kastaði hún frá sér bókinni, henti sér á rúmið og fór að gráta. Þá var bankað og hún var beð- in að koma í símann. Hún gekk þung- um stórum skrefum niður stigann, hrædd og eftirvæntingarfull. Eins og saklaus maður sem verið er að leiða fyrir aftökusveit og vonar að eitthvert kraftaverk gerist. Skelfir skáldaspillir. MUNINN - 29

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.