Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 16

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 16
Hetjumar Hvað heitið þið og hverra manna eruð þið ? Finnur:Ég heiti Finnur Friðriksson og pabbi minn er læknir og heitir Frið- rik Vagn Guðjónsson og móðir mín er íslenskukennari í Verkmenntaskólan- um og heitir Kristín Sigurlína Áma- dóttir. Magnús: Ég heiti Magnús Teitsson Jónssonar Arasonar Jónssonar Kristj- ánssonar Þorsteinssonar, sem mig minnir að hafi verið sýslumaður ein- hversstaðar. Móðir mín heitir Valgerð- ur Magnúsdóttir og hún er virt kona á svipaðan hátt og faðir minn er virtur maður. Pálmi: Ég heiti Pálmi og er Óskars- son og er frá Dalvík. Pabbi minn er húsasmiður og mamma er búðarkona. Ég er meðal annars skyldur Gunnari Jónssyni, bílsstjóra á Dalvík. Hver eru ykkar framtíðaráform, skólar, atvinna og þess háttar? Finnur: Mig langar út til Edinborgar, reyna að komast í háskóla þar og læra til dæmis sagnfræði og ensku, svo gæti ég hugsað mér að læra margt annað. Hvað atvinnu viðkemur þá gæti ég hugsað mér að fara bara í kennslu. Pálmi: Ég hef töluverðan áhuga á að fara til Parísar og læra klassíska fata- hönnun en annars vil ég fara til Sviss í hótelstjórnun. Magnús: Ég ætla ekki að fara neitt. Heimskt er heimaalið barn og ég ætla ekki að verða neitt gamall. Ég hef áhuga á því að læra sem lengst því ég nenni ekki að vinna. Jæja, hver eru ykkar helstu áhuga- mál ? Pálmi: Fótbolti Finnur: Ég hef nú gaman af íþrótt- um, lesa, fara í bíó og svo er ég annál- aður fyrir mathákssemi. Fófk skifur ekki hvemig í andskotanum ég fari að því að líta svona rengfulega út. Magnús: Ég hef mikinn áhuga á eiturlyfjum og tónlist. Finnur: Já, hann kann Woodstock hátíðina utanbókar, held ég. Magnús: Ég hef áhuga á sýrutónlist og að fá almennilega skeggrót. Pálmi: Ég hef rosalega mikinn áhuga á Hmnd. 16 ■ MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.