Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 17

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 17
Haldið þið að það að vinna x spumingakeppninni verði ykkur til framdráttar á einhverju sviði, til dæmis í pólitík? Magnús: Það er búið að því á mínu sviði, ef það er pólitík að komast í skólafélagsstjórn. Nei, annars ég held að það skipti ekki máli. Finnur: Það er kannski hægt að nota það sem eitthvert kredit, einhversstað- ar. Hvaða skoðun hafið þið á þjóð- kirkjunni og inngöngu í EB? Magnús ræskir sig Magnús: Þjóðkirkjan má fara í fúlan pytt og á að gera það. Þetta er helvítis skítabákn sem er að soga til sín pening frá öllum þjóðfélgasstéttum og það að það sé trúfrelsi á íslandi er rakin lygi, því ég var skýrður alveg að mér for- spurðum og ég þurfti að hafa heilmikið fyrir því að ganga úr þjóðkirkjunni. Hvað varðar EB þá á að rannsaka það mál vandlega sjá svo til. Finnur: Hvað kirkjuna varðar þá er ég skoðanalaus aumingi sem er frekar lítið inn í málum kirkjunnar og er lík- legast ekki trúaðasti maður landsins. Mér finnst ágætt að fara í messur á jól- unum. Hvað EB varðar þá er ég á móti inn- göngu á þessu stigi málsins þar sem ég tel að þetta 250 þúsund manna þjóðfé- lag þoli ekki meiri átroðning erlendra aðila en nú er. Ég tel að ýmsu þurfi að breyta áður en við getum gengið inn í EB. Pálmi: Mér er eiginlega alveg sama um hvort tveggja. Það er spuming hvort að Þjóðkirkjan gangi ekki bara í EB. Hvaða lag teljið þið að viixni Júr- óvísjón? Magnús: Gríska lagið, það er svo ógeðslega lélegt. í hvaða sæti lendir íslenska lagið? Pálmi: 11. sæti. Finnur: 6.-7. sæti. Magnús: 19., ekki spurning. Hvemig líst ykkur á skólafélags- stjómina? Finnur: Mér líst ágætlega á hana miðað við það sem á undan er gengið við að koma henni saman. Pálmi: Andri verður ágætis skemmt- anastjóri. Af hveiju emð þið svona fróðir? Sofið þið svona mikið, eða étið þið svona góðan mat eða fengið þið svona gott uppeldi, hver er töfra- formúlan? Finnur: Úpps, viltu fá alvarlegt svar. Já helst. Finnur og Magnús: Það er líklegast gott sjónminni og brjálæðisleg forvitni að byrja að lesa nógu snemma. Pálmi: Svo emm við rosalega vel gefnir. Finnur: Ég sef svona 6-7 tíma á nóttu og ét bæði mjög vel og sérstaklega mik- ið. Bókum var líka haldið að mér strax í frumbernsku. Magnús: Ég sef svona 6-7 tíma. Pálmi: Ég get með góðri samvisku sagt að ég sofi 5-11 tíma. Hvað er 99 sinnum 99 ? eftir rúmar tvær sekúndur Magn- ús:9801 Það er rétt. Að lokum, hvenær vomð þið vissir um að vinna? Magnús: Þegar við vorum búnir að vinna M.H. Finnur: Nei, ég var svolítið svartsýnn fyrir Flensborg. Ég var annars nokkuð viss þegar við vomm komnir með góða forustu. Ég var reyndar hálf stressaður þarna fýrir síðasta hlutann því þeir hafa alltaf verið undir fyrir lokasprett- inn. Pálmi: Ég var ekki viss um að við myndum vinna fyrr en við vomm bún- ir að vinna. Magnús: Mér þóttu þeir bara svo óf- ríðir. Ég held að það hafi háð þeim. Í al- vöm, þessi á hækjunum kunni ekki einu sinni á þær. Viðtal unnið af Gunnlaugi Friðrik Friðrikssyni MUNINN • 17

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.