Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 47

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 47
Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir - Vinnur á Borgarspítalanum. Kjartan (Golli) Þorbjörnsson - Hefur haldið sig réttu megin við ljósmyndavélina frá því hann kynntist einni slíkri. I vetur hefur honum hins vegar verið greitt fyrir það. Kristjana Kristinsdóttir - Fór með sinn Frissa til Þýskalands þar sem þau stofnuðu tveggja manna listakommúnu með þýsku að leiðarljósi. Páll Erland Landry - Hann stundar nú nám í iðnrekstrarfræði við Háskólann á Akureyri eða H.A., HA, ha,ha. Sigríður Þórðardóttir - Hefur ætíð haft frumleika að leiðarljósi og því til sönnunar hóf hún nám í íslenskum ffæðum við H.I. Sigurður Rafn Sigmundsson - Hann stafar nú sem skógarhöggsmaður og hrossatæknir á germönsku óðalsbýli. Sindri Gíslason - Stundar nú nám í matvælafræði við H.í. - með bestulyst. Símon Þór Jónsson - Hóf nám í líffræði við H.í. en sneri sér svo að þýðingum Reutersffétta fyrir málgagn Steingríms Hermannssonar, Tímann. Stefán Bjarni Gunnlaugsson - Zzzzzzzzzzzzzzz... og svo er hann á sjó. Sveinn Rúnar Traustason - Fór sem au-pair til Bandaríkjanna, kom heim fimm mán- uðum seinna og fór að vinna í fiski á Höfn. 4U Anna Rósa Magnúsdóttir - er í hjúkrunarfræði með barni(!) Álfheiður Hr. Ástvaldsdóttir - byrjaði í tannlækningum, núna póstur. Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir - er að læra rússnesku við HI. Guðlaugur Birgisson - er í sjúkraþjálfun og gengur vel. Hann heldur ennþá með Liverpool! Jón Gunnar Þorsteinsson - fór fyrst á sjóinn en er nú í safaríferð á Indlandi. Kolbrún K. Kolbeinsdóttir - byrjaði í lögfræði en hætti og fór í íslensku í HÍ. Lára Gunndís Magnúsdóttir - er í Kennaraháskólanum. María Pálsdóttir - er í lýðháskóla í Noregi. Ólafur Ingimarsson - er í læknisfræði í HÍ. Ragnheiður Björnsdóttir - vinnur á leikskóla hér á Akureyri. Sigrún Ósk Þorgeirsdóttir - stundar nám í hótelskóla í Sviss. Sigurlaug Skírnisdóttir - er að læra líffræði. Svanhildur Gunnlaugsdóttir - au-pair í Þýskalandi. Sveinn Sverrisson - er að læra sjúkraþjálfun og heldur að sjálfsögðu með Ar- senal 4X Ásmundur Eiður Þorkelsson - er að læra matvælafræði við HÍ Garðar Agúst Árnason - er að læra heimspeki. Gunnar Pálsson - er í eðlisfræði í HÍ. Haukur Hauksson - er í Þýskalandi að vinna. Helgi Gunnarsson - er að læra eðlisverkfræði. Már Másson - byrjaði í læknisfræði og er nú au-pair í Þýskalandi. Óskar Aðalbjarnarson - er að kenna í Lundarskóla í Axarfirði Rafn Rafnsson - er í vélaverkfræði og er búinn að kaupa sér íbúð. Ragnar Ásmundsson - er að læra eðlisverkfræði. Steingrímur Birgisson - er í tölvufræði við HÍ. Tryggvi Pétur Tryggvason - er að vinna í Bandaríkjunum við eitthvað flugvéladót. MUNINN - 47

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.