Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 34

Muninn - 01.05.1991, Blaðsíða 34
Rímur þessar bárust skólablaðinu nú um dag- inn. Við vorum fyrst í stað hikandi um hvort við ætt- um að birta þær eða ekki. Okkur fannst þær vera bæði langar og á mörkum alls velsæmis. Að lokum ákváðum við þó að birta þær, við höfðum jú nokkurt gaman af þeim. Það spillti heldur ekki okkar skemmtun að vita að þessi Unndór, sem ort er um, er gamall MA-ingur og höfundur þessara rímna er enginn annar en fyrr- verandi forseti okkar Is- lendinga, Kristján Eldjám. Við í ritstjóm vonum svo að þið hafið ykkur bara í lesturinn því við erum sannfærð um að þið munuð hafa bæði gagn og gaman af. Rímur af Unndóri Jónssyni l.ríma Út skal hrinda úr óðar vör yggjar lind að blanda sælir vindar flýti för fram til yndisstranda. Kæra bil ég bjóða vil boðnarlög til happa, glæða ylinn ástar til okkar sögukappa. Burt af stað frá brælu og reyk ber oss hraðan gola, látum vaða ægis eyk eins og graðan fola. Vita má að seggur sá sæll af hylli kvenna, ritar á aftan frá Amors fyllipenna. Þegar hallar bylgjan blá beinhákarls í tröðum mega allir minnast á mann frá Hallgilsstöðum. Ekki má í orðum tjá allt hans stjá með konum, eflaust fá því eftir sá að hún lá með honum. 34 ■ MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.