Dýravinurinn - 01.01.1885, Qupperneq 11

Dýravinurinn - 01.01.1885, Qupperneq 11
5 Mirza. ndarlegt er það, hversu margir liaía óbeit á köttum og halda, að þeir sjeu illir og ótryggir. þri hefur líklega heyrt margar sögur um, að kötturinn sje ótryggur, að aldrei megi treysta ketti og þess háttar? En í slíkum sögum er mesti óhróður. Kötturinn klórar auðvitað harnið, þegar það rífur í rófuna á hon- um, og hann blæs og hvæsir að barninu, þegar það skellir hurðinni á rófuna á honum. En vjer mennirnir verjum oss lika, þegar á að' gjöra oss mein, og barnið getur vel látið vera, að fara illa með köttinn. Vertu góður við kisu, og þá skaltu sanna, að það er gaman að leika sjer við hana. Gefðu henni dálítinn nýmjólkurbolla á ákveðnum tíma á hverjum degi, og þá skaltu vita til, hún kemur ávallt á sama tíma, eins og hún væri kölluð, hún þakkar þjer með því að mala af gleði fyrir þig, og hún veröur þjer góð og trygg. Svo er um fiesta ketti. En það, sem jeg reyndar ætlaði að segja þjer, er smásaga um kisu, sem hjet JSlirza. Nú er þessi köttur fyrir löngu dauður, og stúlkan, sem honum þótti svo ógnarlega vænt um, og sem hann frelsaði úr lífsháska, var orðin gömul kona, þá er hún sagði mjer söguna suður á Ítalíu fyrir 23 árum síðan. Jeg veit eigi, hvort þessi kona lifir enn, en það veit jeg, að ættfólkið liennar heldur sögunni um Mirzu á lopti. Um daginn sat jeg og horfði á lagiegu litlu myndina, sem er hjerna, og þá datt mjer í hug, að hiin Mirza hennar Rafaéllu hefði líklega verið nærri því eins að litliti. En það er víst bezt að jeg byrji á upphafinu. þú veizt líklega, að í þeim löndum, þar sem eru straumharðar stórár, þar koma opt stórfióð í þær á vorin; þessi fióð geta opt verið mjög hættuleg, einkum fyrir fátækt fólk, sem ekki býr í stórum steinhöllum, heldur í litlum og ljelegiun kofahreysum. Menn hugsa eigi mikið um húsin í suörænu löndunum; því að veðrið er hlýtt, og menn lifa rneira undir berum himni, heldur en inni í húsunum. Ef einhver á kastaníutrje eða olíutrje og fáeina vinviði í garöi sín- um, ef einhver hefur efni á að kaupa sjer máltíð af makrónum við og við, þá er hann talinn efnamaður. þetta þóttist Aníelló — hann var ungur ferjumaður við Aniófijótið eða Teveróne, sem það og er kallað — einnig vera, og þó hafði liann ekkert í tekjur, nema þá Bajochi (skildinga), sem hann fjekk í ferjutoll 1*

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.