Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 15
9
voru mjög góðir við litlu stúlkuna, sem frelsaðist í vöggunni, enda var það ætl-
un manna, að María mey hjeldi verndarhendi yfir henni öðrum fremur. Teresa
móðir hennar hafði saumað nafnið liafaiilla í föt liennar og vögguteppi, og því
gat hún haldið nafninu. En hún mátti líka hafa köttinn hjá sjer, oghannfjekk
líka að halda sínu nafni, því að Mirza var saumað á rautt silkiband, sem aum-
ingja Teresa hafði sett á köttinn til prýðis.
Hvernig sem leitað var að ferjumanninum og konu hans, foreldrum
Rafaéllu, fundust þau eigi, og því urðu menn að ætla, að þau myndu hafa hrakið
ofan eptir Aníó-fijótinu xxt í Tíber og svo ofan eptir henni til hafs. þegar þetta
var orðin ætlun manna, skutu menn fje saman Rafaellu til uppeldis. Nunnur
nokkrar góðsamar kenndu henni alls konar hannyrðir og útsaum; og varð hún
svo mikil liannyrðakona, að liún varð á unga aldri þjónustumey hjá göfugri
höfðingjakonu, og lifði liún og Mirza hjá henni eins og blórn í eggi. þegar
hún var tvitugj giptist hún efnuðum víngarðsmanni í nánd við Terni. þar hef
jeg heimsótt Rafaellu og heyrt liana segja söguna um það, hversu Mirza hafði
frelsað liana á dásamlegan hátt.
„Mirza skipti sjer eigi af nokkrum manni nema mjer“, sagði hún, þeg-
ar hún var að enda söguna og stundi við, „en yður þykir liklega vænt um ketti,
heillin góð! fyrst þjer hafið hlustað á mig með svona mikilli þolinmæði?“
„Mjer þykir vænt um allar guðs skapaðar skepnur“, sagði jeg brosandi,
„og jeg trúi því fyrir fullt og fast, að hvert dýr hafi einhverja þýöingu og muni
gjöra eitthvert gagn í heiminum. Móðir yðar var góð við köttinn, sem lá hjá
yður í vöggunni, og þá hefur hana sízt af öllu grunað, að hún einhvern tima
myndi frelsa barn hennar. En þetta gerði Mirza þów.
Jeg þakkaði frú Rafaéllu fyrir sögu hennar, og síðan hjelt jeg áfram
ferð minni til fossanna við Terni, sem jeg ætlaði aö fara að sjá.
Benedicte Arnesen-Kall.