Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 17
11
Og hjartarkollan hoppar fram hjá, lítur vinalega til okkar. eins og hún
ætli að segja: „Jeg bið að heilsa Hirti gamla“. Hún kannast við, að hann er
beinskeytur karlinn.
Svo beygjum vjer út úr skóginum inn á akraveginn, og getum sjeð
tvær mylnur langt í burtu, sem jafnan kepptu hvor við aðra um kornið, sem
átti að mala, og tígulsmiðjuna, sem ávallt rauk á. f>á mætum vjer skólabörnun-
um með eyrnaskjól og hrossalega trjeskó. |>au ganga alldjarílega, eins og þau
sje að hugsa: „Mjer er sama um reyrprikið þitt, skólameistari, og hirði eigi um
pálmastikuna, því að nú þurfumvið eigi að fara í skólann í næsta hálfa mánuðinn11.
Yjer drengirnir hlæjum og spjöllum og erum svo glaðir og gamansamir,
að Jón fer líka að gera að gamni sínu, þótt alvörugefinn sje. Og vjer hugsum
hvorki um himin nje jorð; því að nú er Skógarfriður, þar sem Hjörtur býr, eigi
nema hundrað faðma í burtu.
Sólin glampar á stofugluggunum og snjóugum hjartarhornum yfir dyrun-
um, og Hjörtur gamli stendur í hliðardyrum á húsinu, herðabreiður og rjóður í
kinnum, með hvíta kampa, á stígvjelum, sem voru utan yfir buxunum, grænleit-
um frakka með silfurhnöppum og silfurborða um húfuna — svona eins og má
ímynda sjer þreklegan og karlmannlegan skógbtia. }>aö er eins og jeg sjái hann,
þegar vjer vorum að koma, taka pípttna, sem hann aldrei skildi við sig, út úr
mttnninum, og það er eins og jeg heyri blessaðan málróminn í honum, þegar
hann var að heilsa, eins og vant var: „þar eruð þið komnir drengir góðir.
Sælir og blessaðir. Velkomnir á Skógarfrið, þið megið vera til Mikaelsmessu!u
— Svo stöðvast vagninn; pilthnokki kemur með stiga, en vjer þurfum hans eigi
'til að geta komizt ofan úr vagninum; bústýran gamla, jómfrú Guðríður, kemur
út úr eldhúsinu, uppdubbuð til virðingar við okkur með hvítt brjóstaspeldi og
rauð bönd á húfunni, hneigir sig og brosir út tuidir eyru, þá er karlinn segir,
„Priðrik! viltu eigi gefa jómfrúnni ofurlítinn koss? þú skalt bráðum fá að sjá
að hún hefur sjeð um, að þú mættir verða óneyddur hjer um jólin, og þig skyldi
hvorki vanta jólabrauð eða annað þess konar góðgætiu.
Já! það voru sannarlega góðar viðtökur, sem vjer fengutn!
Hjörtur gamli hafði aldrei kvænzt. Hann, jómfrú Guðríður og Jón
vagnstjóri voru aðalntennirnir á heimilinu. j>au höfðtt verið saman í mörg
ár, og kom þeim mjög vel' saman; það, sem eitt þeirra vildi hafa, vildu
hin bæði. Guðríður og Jón voru hjú hjá Hirti, og báru þau mikla virðingtt
fyrir honum, eins og vera ber, þó að hann væri miklu framar gagnvart þeim
sem vinur og faðir, heldur en sem strangur og liarður húsbóndi. Eptir höfðinu
dansa limirnir. Sami friður, sem var milli þessara þriggja, var og milli vinnu-
kvennanna, vinnumannanna og vikadrengsins. Vikadrengurinn var allan liðlang-
an daginn að blístra við verk sitt, og því sagði Jón vagnstjóri stundum, að það
mundi eiga fyrir honum að liggja að komast i herinn og verða pipublásari. Jón
kvaðst sjálfttr hafa verið í hernum og verið í miklu áliti fyrir skeggið og margt