Dýravinurinn - 01.01.1885, Qupperneq 18

Dýravinurinn - 01.01.1885, Qupperneq 18
12 fleira, og hefði hershöfðinginn verið kominn á fremsta hlunn með að fela honum á hendur, að berja trumbuna fyrir hermönnunum. „En það varð elíkert úr þvi, drengir minir !u sagði Hjörtur gamli, „því að þá hefði Jón eigi getað sótt ykkur i jólaleyfinu“. Og þótti okkur þetta hverju orði sannara. Yjer drengirnir vorum allan daginn með Hirti gamla frá því snemma á morgnana, ýmist úti á ökrum, eða úti í skógi, eða þá í heimsóknum til prestsins, skólakennarans eða skógarvarðanna eða annars malarans. En vjer komum aldrei til mannsins i Rauðumylnu. Einu sinni spurði jeg Jón vagnstjóra, hvers vegna vjer færum aldrei til Magnúsar malara. þá f'ann jeg, að málbeinið var eigi uppi á Jóni vagnstjóra, þvi að jeg fjekk eigi neitt annað út úr honum en þetta: „Ef þú vilt koma þjer við húsbóndann, Friðrik minn, þá skaltu eigi nefna þennan kvikindis maurapúka á nafn við hann. Og hann er, svei mjer þá, heldur eigi fagurt umtalsefni, maðurinn41. Jeg spurði Jón eigi meira, þvi að jeg vissi, að, ef Jón ætlaði sjer að þegja, þá var eigi að hugsa til að fá neitt upp úr honum, og það þótt honum hefði verið boðið, að láta algylla skeggið á sjer. Svo kom seinasta kveldið, áður en vjer áttum að fara lieim aptur í skólann, og það var seinasta kveldið, sem vjer vorum hjá blessuðum karlinum. Jeg man það kveld, eins og það hefði verið í gær. Vjer sátum inni í íverustof- unni, og það var eigi búið að kveikja. Vjer drengirnir vorum eigi kátir, því að vjer kviðum fyrir að fara þaðan, og Hjörtur gamli var einhvern veginn svo hugsandi og alvörugefinn. Og þó er varla hægt að hugsa sjer nokkuð þægilegra og notalegra en íverustofuna í rökkrinu. það er eins og jeg liafi hana fyrir augunum: Eldurinn blossar i ofninum; enda var nóg af eldviðnum hjá sjálfum yfirverði skógarins Hjörtur sjálfur situr í hgegindastólnum, og leika geislarnir af loganum úr ofnin- um á andliti hans, á silfurbúnaðinum á pípu lians og á Trygg (eptir á að hyggja, jeg hef eigi minnzt á hann enn þá. Og þó er varla hægt að ímynda sjer gamla Hjört, svo að hann hefði eigi hundinn með sjer, gulan hund af dönsku kyni), sem liggur ffam á lappir sinar og livílir sín lúin bein á sauðargæru við f'ætur húsbónda síns. Stöku sinnum lyptir liann höfðinu og urrar dálítið, ef bjölluhljómur frá sleða heyrist inn í stofuna eða gelt í varðhundum. Endranær voru hinar skemmtilegustu og fjörugustu samræður um þetta leyti á daginn. Vjer skólapiltarnir sátum hver á okkar stól kringum Hjört gamla, og lilustuðum á kátlegar sögur, sem okkur þótti mest skemmtun að, ef þær voru um dýraveiðar eða þess liáttar röskleika verk. En í kveld var allt að öllu. G-amli maðurinn reykti pípuna steinþegjandi, og við piltarnir gjörðum hvorki að æmta nje skræmta, Jeg man, að mjer datt þá i hug að spyrja Hjört, hvort hann hefði sjeð fallega apalgráa hestinn, er Magnús malari liefði keypt á seinasta liesta- markaði. það var engin furða, þó að mjer dytti þetta í liug, því að jeg hafði

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.