Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 21

Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 21
15 •enskir aðalsmenn. Hann gaf stórfje fyrir hesta sína. Einn hest keypti hann fyrir sextán þúsmid dali“. Vjer hrukkum við, þegar vjer heyrðum nefnt þetta geypiverð á hesti. „Já, en Mústafa var líka ljómandi skepna, fallegri hestur hefur eigi verið til. Hann var apalgrár að lit. Eennilegur var liann, með háa, lipra fætur, fagurskapað höfuð og liáls, silkimjúkt, sitt og þykkt fax, snör og fjörleg augu, en sem þó gátu verið blíð sem barnsaugu. Jeg hef aldrei sjeð fallegii skepnu á æíi minni, en hann var líka arabiskur af ágætis kyni. Reiðmeistarinn — Frank hafði reiðmeistara! — átti fulltjí fangi með að halda við hann, þegar hann var kominn af stað, og liestapiltarnir voru í vandræðum með hann. Einu sinni misstu þeir hann út úr höndunum á sjer; hann þaut inn í skógiun og náðist eigi fyrri en eptir þrjá daga, og þó var liver karlmaður á herragarðinum að eltast við hann allan þennan tíma. En Mústafa var þó þægur við einn mann og elskaði fremur öðrurn. það var Klara, einka dóttir Franks. þá er lmn kom í dyrnar á hestliúsinu, þekkti Mxistafá hana þegar í stað, leit til dyranna og hneggjaði að henni, og þegar hún svo var komin að honum, og klappaði honum mjúklega, hallaði liann höfðinu að henni, og horfði undur blíðlega á hana. — það var fögur sjón að sjá þau bæði, þessa friðu ungu stúlku og þennan ljómandi fallega liest! þó var enn meiri unun að sjá þau úti í skógi. þá ljek hann undir henni; hún hjelt lafiaust í taumana; og svo hafði hann lipurt fótatak, að hún sat eins og á stól. þegar hún vildi fara sprett, þaut hann eins og elding, og þegar hún vildi fara hægt, þá bar hann hana mjúklega og liljóðlega. Hún gat haft hann alveg eins og hún vildi. Jeg hitti þau opt í skóginum. þegar mjer detta í hug rjóðu kinnarnar bakvið bláu blæjuna og Mústafa, sem jeg opt sá inn á milli laufgrænna trjáa, þá firm jeg að lijartað fer eins að berjast í brjósti mjer, og það gjörði þá. það vildi opt svo til, að við urðum samferða í skóginum; jeg veit eigi, hvernig stóð á því, en það ervíst, að þá er hún fór skemmtireið urn skóginn, þá hafði jeg ætíð eitthvað það erindi í skóginn, að jeg þurfti að söðla hest minn. Jeg og Mústafa urðum góðir vinir, og sleikti liann jafnvel hönd mína, ef jeg kom til hans. Svo kom burtfarartími minn. Jeg hafði fengið styrk af almennings- fje, til þess að stimda skógarffæði í útlöndum, og átti jeg að vera burtu í mörg ár. þá er jeg kæmi aptur — já, þá hafði jeg fagrar vonir; en mjer var þó mikið niðri fyrir seinasta kveldið, sem jeg var með þessari fallegu mey. Um sólsetur komum við að rauða liliðinu yzt i skóginum, þar sem við vorum vön að skilja, liún til að fara akraveginn heim til lierragarðsins, og jeg til að fara eptir ein- stigi gegnum skóginn heim til skógreiðarmannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.