Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 22

Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 22
i6 Jeg kvaddi hana og sagði, að þegar jeg kæmi aptur heim til Dan- merkur, skyldi jeg engan fyr leita uppi en hana og Mústafa hennar. „Já, guð veit, hvar við verðum þá í veröldinni — en gjörið þetta, leitið okkur uppi“, sagði hún og stundi lítið eitt við, fannst mjer. Svo kippti hún allt í einu í tauminn, og svo var Mústafa kominn eins og elding langt í hurtu. Jeg stóð kyr við rauða hliðið, og starði á eptir stúlkunni á gráa hest- inum, þau færðust ávallt nær og nær kveldsólinni, sýndist mjer, þangað til þau liðu inn í sólarljómann, og hurfu svo allt í einu bak við liæðina hjá herragarðinum. „þetta var í seinasta skipti, sem jeg sá hana“. þá þagnaði Hjörtur gamli og sat lengi hugsandi, þangað til hann hjelt áfram sögunni. „þegar jeg kom aptur frá útlöndum, þá fjekk jeg engin fagnaðartíðindi. Skógreiðarmaðurinn gamli var kominn undir græna torfu; herragarðurinn var kominn í annara hendur; hann hafði verið seldur á söluþingi í annað sinn, því að Frank hafði farið á höfuðið, eins og við var að búast. Hann hafði áður gipt dóttur sína, að sagt var, til þess að fá fje hjá tengdasyninum. En honum varð eigi kápan úr því klæðinu. Tengdasonur lians haf'ði íyrst af honum það, sem hann gat (þannig hafði hann tælt Mústafa út úr lionum, og hafði Frank tekið sjer það nærri), en þá er Frank fór að minnast á hjálp og peningalán, vísaði tengdasonur hans honum þegar á dyr, og svo liengdi Frank sig út úr örvinglan. Og hann hafði líka fulla ástæðu til að vera örvinglaður: hann hafði látið dóttur sína í höndur hins versta manns, sem ljet hana eiga illa æfi og Ijet liana sæta sífelldum átölum fyrir það, að honiun hefði brugðist heimanmundurinn. Maður hennar var tilfinningarlaus svíðingur og fúllyndur fantur. Enda var hann eigi mörg árin að kvelja úr henni lífið“. Endurminningin um örlög hennar fjekk svo mikið á karlinn, að hann varð enn að hætta. Loksins hjelt hann áfram: „Nokkrum árum eptir að jeg fjekk stöðu hjer, var jeg að ganga hjer í grenndinni með byssuna á öxlinni, jeg var að hugsa um liitt og þetta, og vissi svo eigi fyrri, en jeg var kominn í nánd við Rauðumylnu. Jeg hafði aldrei verið | ar fyrri, því að jeg vildi eigi hafa minnstu mök við hfisráðandann, sem þar var. það var mjög leiður dagur, kaldur og hráslagalegur dagur, eins og stundum er í septembermánuði, jeg held, til þess að farfuglarnir fari að ílýta sjer hjeðan, sem þeir hafa verið allt sumarið, og lifað góðu og yndislegu lífi, meðan sólin sendi hlýja geisla, og smárinn hafði sætan ilm; verð jeg að játa, að þessi dagur var eigi notalegur fyrir fuglana. Kaldur, suddafullur stormur næddi urn hjeraðið, og var jeg mjög ó- |iægilega á mig kominn, þá er jeg rakst þar fram á hest. Hann hengdi höfuðið og gat varla staðið á fótunum, gömlum og hmlegum; í hvert sinn, sem stormur- inn herti á sjer, kiknaði hann í hnjáliðunum og skalf eins og hrísla. Faxið,

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.