Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 29
23
Gleym eigi fuglunum.
i rengur nokkur, sem lijet Ólafur, gekk einu sinni kaldan
vetrardag með systur sinni, er Anna kjet, úr þorpinu, þar
sem þau áttu lieima, upp til mylnunnar, og bar livert
þeirra oíurlítinn poka með korni í, er þau voru send með
til mölunar. f>á er þau komu að garði malarans, s'á Anna
nokkra smáfugla, sem hoppuðii grein af grein, og sem
voru auðsjáanlega bæði dauðkaldir og sársvangir. Hún
kenndi i brjóst um þá og kastaði nokkrum lúkumafkorni
til þeirra.
Ólafur bróðir hennar sneipti hana fyrir þetta, og
sagði, að hún væri mikið flón að fara svona illa með kornið, að fieygja þvi í
fuglana; og þegar hún kæmi heim með minna mjel en hann, þá myndu foreldr-
ar Jþeirra gefa lienni ráðningu. Önnu leizt eigi á blikuna, þegar lnin heyrði
þetta, en sagðiþó: „Hvernig gat jeg annað, en kennt i brjóst um veslings fugl-
ana ? Hvaðan eiga þeir að fá fæðu, þegar snjór og ís er yfir öllu. f>ú mátt trúa
því, Óli minn! að guð mun einhvern veginn borga okkur þessa ögn af korni“.
f>á er börnin komu aptur til mylnunnar, til þess að sækja mjel sitt, þá
var meira i polia Önnu en i poka Ólafs; en hvernig á þessu gat staðið, skildu
þau ekkert í.
En malarinn hafði at tilviljun heyrt, hvað börnin sögðu, þá er þau
gengu fram lijá garði hans, og sagði við Önnu: „ Jeg hef látið þig fá meira af
mjeli, en þii í rauninni hefur rjett til, en jeg gerði það af því, að mjer þótti vænt
um, að þú skyldir kenna í brjóst um smáfuglana. Gjöfin er litil, en taktu þó á
móti henni, eins og liún væri send af guði til launa fyrir það, að þú liafðir með-
aumkvun með þeim, sem eru nauðstaddir, þégar jafn hart er í ári og nú eru.