Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 34

Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 34
28 Channing og hreiðrið. vo segir hinn naínfrægi spekingur og mannvinur í Ameríku, W. Channing, sem ritað hefur bók um þræl- dóm „On Slaveryu (Boston 1835), frá í minnisritum sínum: „Guði sje lof, að jeg lief aldrei deytt neinn fugl. Hvað lítill ormur sem væri, þá gæti jeg eigi fengið af mjer að stíga ofan á hann, þó að hann væri fyrir fótum mjer. Hann hefur sama rjett til þess að njóta lífsins eins og jeg; skapaiánn hefur gefið honum lífið eins og mjer. Jeg man eptir atviki, sem kom fyrir mig í æsku, og semhefur haft áhrif á hugsunarhátt minn í öllulífi mínu. Einu sinni fann jeg hreiður á ekrum föður míns, og voru f því fjórir örsmáir ungar. þeim voru eigi famar að vaxa fjaðrir, og opnuðu þeir ginin, þá er jeg kom að þeim. Jeg lijelt, að þeir myndu vera svangir, og gaf jeg þeim nokkra mola af tvíböku, sem jeg haf'i í vasa mínum. Síðan gaf jeg þeim liið sama á liverjum degi. Jafnskjótt sem skólatímarnir voru búnir, fór jeg til hreiðursins, og gat jeg setið þar lieila tíma í einu og skemmt mjer við það, aö liorfa á smáu ungana. En nú voru þeir orðnir fiðraðir, ogvoru rjett að segja orðnir fleygir. En einn morgun, þegar jeg að vanda gekk til unganna, lágu þeir allir drepnir í hreiðrinu, og liafði þoim verið hræðilega misþyrmt. Blóðsletturnar voru allt í kring á grasinu. Fuglarnir, foreldrar unganna, sátu á trjágrein þar nærri og tístu aumkvunarlega. þegar jeg sá þetta, fór jeg að gráta beisklega, enda var jeg þá barn að aldri. Mjer fannst eins og foreldrarnir skoðuðu mig orsök í ógæfu þeirra, og við það varð harmur minn enn' þá meiri. Jeg liefði feginn viljað hugga þá og taka þátt í raunum þeirra. Aldrei mun jeg gleyma, livað jeg þá fann til. þessu sorglega atviki, sem þá kom fyrir mig, hef jeg aldrei gleymt, og meðan jeg lifi, mun jeg hafa andstyggð á hvers konar grimmd, sem menn sína skynlausum skepnum“.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.