Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 49

Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 49
43 ina út úr brjósti sinu, fyllti bollann og setti liami bjá unganmn. Fáum augna- blikum eptir dó apynjan með aumkvunarlegum ópum. Yið j)essa sjón varð Pan-Tschin hrelldur, og hætti hann öllum veiðum eptir þetta. 2. Hyggni og tryggð hjá hundi. Sin-Chun ól upp liund heima hjá sjer, sem var honum mjög trúr og tryggur. Dag einn sofnaði hann, þar sem var kafgras. Jarlinn i fylkinu var þennan dag á dýraveiðum; hann kom að þessum stað, og þegar hann sá, hversu grasið var mikið, þá skipaði hann að kveykja í því, af því að hann átti verra með að veiða villudýrin í því. Hundur Sin-Chuns reif í föt hans og rykkti í hann af alefli, en gat þó eigi vakið hann. |>á er hann sá, að allar tilraunir voru til ónýtis, þá kastaði hann sjer út í læk, sem var þar rjett hjá, fór aptur til hús- bónda sins, velti sjer allt í kringum hann eins og hann ætlaði sjer að bleyta grasið, þar sem hann svaf. þetta gerði hundurinn livað eptir annað, enda gat eldurinn eigi læst sig í grasið á þessum stað. Hundurinn fjekk mikil brunasár og dó af þeim við hlið húsbónda síns. þá er Sin-Chun loks vaknaði, sá hann þegar að hundurinn hafði lagt lífið í sölurnar fyrir hann. Hann felldi tár af augum af þakklætistilfinningu, og bar hundinn burt á herðum sjer; siðan sveipaði hann líndúk um liann og gróf hann. Eptir skipun jarlsins var leiðið nefnt: „Leiði tiygga lmndsinsu.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.