Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 54

Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 54
Hundar safna gjöfum. nskir hundar tveir, Help og Jack, sem myndir eru aí hjer í bókinni, hafa veriö haföir til að safna gjöfum handa hágstöddum, og hafa ]»eir reynzt ágætir til þessa; sjest bezt af því, sem uú verður sagt, hversu vitrir þeir eru. 1) Help (hjálp) er skotskur fjárliumlur af bezta kyni. Eigandi hans gaf han-n járnbrautaríj elagi í Lúndúnum, til þess að hjálpa því til að safna peninga- ;gjöfum, er áttu einkum að vera handa börnum, sem hefðu misst föður sinn af slisum við járnbrautarferðir. Hundur- inn hefur reynzt betur, en nokkur hefur gjört sjervonir um, og safnar hann saman á ári hverju hjer um bil 100 Lst. (1800 kr.) í pyngju, sem hann ber í hálsbandi, og standa þessi orð á henni: „Jeg heiti Help og er ferðahundur fyrir umkomulaus börn járnbrautarþjóna, sem farast við járnbrautastörf sín. Ritstofa mín er nr. 306 i City Road, London, og er þar fegins hendi tekið á móti styrk. Á seinustu árum hefur Help komið í fiestar hinar stærri borgir á Eng- landi og í Wales, og tvisvar hefur hann farið yfir sundið milli Frakklands og Englands yfir til Dieppe. Maður, sem heitir Harford, liefur sjerstaklega umsjón með hundinum, en liann fer þó með ýmsum liingað og þangað; menn hafa kennt honum, að fara til svo margra ferðamanna, sem auðið er, þegar hann er á ferðum sínum, til þess að leita hjálpar hjá 'þeim og fá þá til að leggja fje í pyngjuna. Og er hundurinn mjög ötull i þessu; liann veit, að þetta er skyldahans, og sýn- ist hafa gott vit á, hvernig tilganginum verði bezt náð. Ef hundurinn væri ljettúðugur og kvikull, þá gæti hann eigi staðið í stöðu sinni, en liann er eins reglusamur og járnbrautarþjónarnir sjálfir. Hann veit, hver tími er hentugastur til að leita styrks, ýmist þegar vagnlestin stöðvast eða meðan lnin er á hraðri ferð. Ef fólk vill eigi láta neitt af hendi rakna, snýr hann sjer frá því skyndilega, en ef einhver lætur eina krónu í pyngjuna, skín út úr honum gleðin. Hann safnar fjenu með trú og dyggð, og lætur aldrei þá freistingu sigra sig, að kaupa sjer

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.