Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 60

Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 60
54 neinnar vinnu. Svo er sagfc að eitt af dýrum þessum liafi komið af sjálfu sjer þangað, sem verið var að vinna, hafi lilaupið í lióp með áburðardýrunum og gengið á undan þeim upp til borgarvirkisins. Aþenumönnum þótti þetta frábært, og var kveðið á, að þessi skepna skyldi alla æfi alin á kostnað ríkisins. Nálægt leiði Símons má enn sjá staðinn, þar sem liann gróf hryssur sínar, sem hann hafði þrisvar sinnum sigrað með í ólympsku leikjunum. Margir liafa grafið hunda sína með viðhöfn og sýnt með því, að þeir hafa metið liunda sína mikils og þótt vænt um þá. Meðal þessara manna má nefna Zantippus. J»á er Aþenu- menn neyddust til að fiýja borg sína, synti hundur Zanti]3pusar með skipinu, er hann var á, út í eyna Salamis. þennan hund gróf Zantippus á höf'ða einum, og er þar enn þann dag í dag nefnt „gröf liundsins“. Yjer eigum sannlega ekki að fara illa með lifandi skepnur eins og gamla skó eða klápa, sem fleygt er, þegar þeir eru orðnir ónýtir. Jeg segi fyrir mig, jeg gæti eigi fengið af mjer, að selja gamlan uxa, sem hefði unnið fyrir mig, og því síður gæfci jeg komið mjer til, að láta gaijnían mann í burtu, þó að jeg ynni við það nokkra skildinga, ef þessi gamli maður hefði uimið hjá mjer um æfi sína, og jeg mundi eigi vilja lirekja hann þaðan, sem hann var vanur að fá mat og liúsaskjól, því að hinn gamli maður mundi ekki eiga við góð kjör að búa, eptirburtför sína; liann mundi eigi geta gjörfc þeim, er fengi hann, meira gagn, en hinum, er ljeti hann í burtú. Cato segir frá því og þykist mikill af, að liann hafi, þá er hann var orðinn ræðismaður, látið vopnhest sinn eptir á Spáni, til þess að lilífa ríkinu við kostnaði á fiutning hestsins til Rómaborgar. Lesarinn má sjálfur dæma um, hvort þetta er vottur um göfuglyndi eða lítilmennsku“.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.