Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 4
2
haustið, tíl þess að losast við að íóðra þá yfir veturinu. Þegar hesti er lógað,
þá er vanalega kallað að þeir sjeu »slegnir af«. Þeir heita því afsláttarhest-
ar, frá því er þeir hafa veriö ákveðnir til dráps og þangað til dauðadóminuin
er fullnægt. Optast eru hestarnir orðnir aldraðir, þegar þeir fá afsláttarhests-
nafnið, stundum mjög gamlir og því lengi búnir að þjóna í þarfir mannanna,
stundum alla æfina hjá sama húsbónda. Það mætti ætla, að mönnum væri
ánægja í að geta látiö fara bærilega um hestana sína slðustu stundirnar, sem
þeir eiga að fá að lifa; en hversu harla lítið menn liirða um þetta, sýnir, á-
samt ótal fleiru, saga sú, sem hjer fer á eptir. Hún er svona: Maður kom
á bæ; það var allgildur bóndi úr næstu sveit. Eins og gerist í sveitum, var
bónda boðið að þiggja góðgjörðir og þáði hann það þakksamlega. Bóndinn á
bænum bauð að hesti aðkomubóndans væri gefln tugga, meðan hann stæði
við. Aðkomumaður haf'ði ekki á móti því að hestinum væri gefið, en sagði,
að ekki þyrfti að gefa honum gott; væri nóg að gefa honum moðtuggu, því
að þetta væri »afsláttarhestur«. í þetta skipti fjekk hestskepnan samt töðu
og má ætla, eptir því sem bóndanum fórust orð, að honum hafi verið það ný-
næmi, á hinurn siðustu og verstu tímum sínum, efhann annars nokkurn tíma
á æfinni hefir átt nokkru góðu að venjast. Það hefir fráleitt verið í neinu
illu skyni fyrir bóndanum, að hann bafði á móti því að hesturinn fengi góða
tuggu, en liann heflr viljað að heimsóknin yrði sem útdráttarminnst fyrir hinn
bóndann. En þetta var afsláttarhestur, sem hann var með, og það reið bagga-
muninn. Ef svo hefði ekki verið, þá var allt öðru máli að gegna; þá hlaut
bóndi að hjúkra hestinum því betur á eptir, sem hann var ver haldinn í ferð-
inni, ef vel átti að fara.
Það er ekki óalgengur, þó að ljótur siður sje, að þræla afsláttarhest-
um út sem allra mest, án þess að þeir fái viðunandi fóður, þó að það sje á
þeim tíma árs, sem þeir þurfa gjafar ineð, t. d. að haustinu eða framan af
vetri. Menn hirða þá ekki svo mjög um það, þó afsláttarhesturinn leggi
nokkuð at, ef eitthvað liefst upp úr honum á annan hátt. Opt dregst það
lengur fram á veturinn en vera þarf, að afsláttarhestum sje lógað, og eiga
þeir þá sjaldnast sældardaga, því að, eins og áður er á vikið, er sjaldan kost-
að miklu til þessara hesta, þó að þeir sje hýstir, en gamJir og aflóga hestar
þola illa útistöður í misjöfnu veðráttufari. Þegar menn ætla sjer að slá hesta
af, ættu þeir því að gjöra það þegar að haustinu, áður en hestarnir erufarn-
ir að hrekjast.
Móðurást dýranna.
Móðurástin er mjög lofuð og flestir telja hana einhverja hina sterk-
ustu tilfinningu. Þó er ekkert algengara en að móðurást dýranna sje mis-