Dýravinurinn - 01.01.1897, Side 28
24
komast áfram; hann var svo latur og þver fram undir kvöld, að sendisvein-
inum bráðógnaði. — En þá, allt í einu, reis hann upp á apturfæturna, saup
hregg, svo grenjaði í nösunum og rauk af stað. Það var einn sprettur heim
í kaupstaðinn úr þvf.
»A morgun . . . þegar jeg losna, þá fer jeg keim . . . . Þá skal jeg
heim«. f>að var þetta, sem Skuggi hafði staðráðið þegar hann tók sprettinn.
Steingólfið í hesthúsinu var hart, mikið of hart fyrir hann gamlan og
þrekaðan; heyið var nóg, en hann vantaði vatnið, sem Steinar var vanur að
færa honum, þegar hann var búinn að eta fyrstu hviðuna. Þorstinn píndi
hann, svo hætti hann að nasa í heyið, hafði enga lyst á því; labbaði apturog
fram um stóra, svalkalda húsið, með hausinn niður við gólf, fór þefandi —
einn hring — tvo — þrjá hringina; svo lagðist hann.
Daginn eptir, daginn, sem hann Skuggi hafði staðráðið að strjúka heim,
þann dag leiddu þeir hann út og drápu hann.
Um þann samning vinanna, að Skuggi fengi hvíldina strax og hann
kæmi úr ferðinni, vissi hann náttúrlega ekkert.
* * *
Eptir nýárið frjetti Steinar, hvað Skuggi hafði lifað lengi, og af þess-
ari siðustu ferð hans. Hann dreyrroðnaði og setti hljóðan við; var fremur
stygglyndur þann dag og svarastuttur. Nóttina eptir svaf hann órótt, og þeg-
ar hanu festi svefninn, dreymdi hann, að Skuggi kom heim að húsinu sinu
til hans, þefaði af honum og starði á hann; dökku augun svo sorgleg ogdöp-
ur. Þá komu þrír menn, tóku Skugga, biltu honum niður og skáru hann; en
Steinar gat ekki hreyft sig. Ekkert gert annað enn horfa á. Eða Skugga
brá fyrir ungum og leikandi; stökk suður að hamragilinu og þar beint fram
af hengifluginu, niður í urðina. Steinar vildi hlaupa og handsarna hann á
sprettinum, en komst ekki þvers fótar.
Hann bara sá Skugga, en var algert varnað að sýna honum neitt
vingjarnlegt atlæti; ekkert hjálpað honum, hversu fús sern hann var þess,
hvað sárt sem hann þráði það.
Nokkru fyrir dag, löngu fyr en aðrir risu úr rekkju, var Steinar
kominn út til fjárins og hestanna sinna. Starfiö var honum geðfeldara.
Þorgils gjallandi.