Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 33

Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 33
25 Ö r n i n. Æfintýri eptir Jonas Lie. (Lauslega þýtt af Þorgils gjallanda). ^ engst., lengst frá, þar sem fjöllin blánuðu í fjarska og báru við loptið, þar sem hnúkarnir, hamrarnir og tindarnir glóðu í undarlegum fjólulit, átti örnin hreiðrið sitt í svimháu hengiflugi. Daldrögin, þar sem elfurnar drundu og niðuðu og skógurinn skalf, þau þrengdust meir og meir upp við fjöllin og urðu loks að þröngum, dimmum hamragiljum. Þegar örnin veifaði stóru sterku, vængjunum í dagrenningunni, skygnd- ist um og sveimaði í háloþtinu, hærra en augað eygði, þá gat ekki músin dulizt niðri á enginu. Gáskamikli kiðlingurinn, sem hoppaði og dansaði og ljek sjer að þeirri list, að halda jafnvægi á garðstaurnum, vissi ekki fvrri til en hanli var kominn lengst upp i loptið; hafinn hátt yfir alla staura og stillur. Hjerinn, sem sat og neri stýrurnar úr augunum, flennti skjáina yfir jörðina þar niðri; kirkjuturnarnir í sjö sóknum hringsnerust fyrir sjónum hans. Stundum sveimaði örnin í hundrað mílna fjarlægð, yfir hengihömrum, kolsvörtum gljúfrum og mosavöxnum sljettum. I fjarska blánaði hver fjallraninn af öðrum, lengra og lengra vestur, vestur að ólgandi íshafinu. Fjallgarðarnir voru endimörk ríkjanna; þar höfðu ernirnir hver fram af öðrum tekið einveldi og konungdóm að erfð, bæði hergrimmir konungar og stórráðar drottningar, og vei hverjum þeim, er dirfðist að ræna í rikjum þeirra. Gamla örnin háði lika opt og einatt einvígi við frændur sína, víking- ana sem ekki höfðu ríkjum að ráða. Það var blóðugt einvígi í loptinu, fjaðrirnar fuku og fjellu, meir og meir blóðdrifnar, allt þangað til annarhvor datt flakandi af sárum niður á jörðina. Landamærin voru hjer og hvar dimmrauð af blóði þeirra. Svo einn morgun hvein loptið af vængjasúginum. Örnin kom úr hundrað milna fjarlægð með nýborinn hreiukálf handa ungauum sinum. En þar sem hún sveif niður að hreiðrinu sínu, tók hún allt í einu til að berja hart og títt vængjunum, og öskrið hrynjandi tryllt bergmálaði úr hverjum hamri. 4

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.