Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 37

Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 37
29 ekki lörabin sín, og lömbin ekki raæðurnar. Það getnr þó ekki verið af minnisleysi. Það sýnir ljósast saga sú, sem jeg ætla að segja og er þannig: Vorið 1892 var hjer húskona, að nafni Björg Andrjesdóttir, er missti um sauðburðinn á frá veturgömlu lambi. Tvilemb ær, sem jeg átti, og fæddi ekki, eða mjólkaði ekki nægilega handa báðum lömbunum, var höfð nálægt túninu, og lömbunum geíið á málum. Lamb Bjargar var látið tii tvilembunn- ar og fylgdi það henni, sem hennar eigin lömb, en Björg gaf því mjólk, brauð og smjör. Eptir fráfærur voru öll lötnbin rekin á fjall og voru þar til leita. Að liðnura fyrstu rjettura gekk Björg hjer til næsta bæjar; á leiðinní raætti hún stúlku, sem rak kindahóp. Þegar þær hötðu skipzt á nokkrum orðum, kom lamb úr hópnum til Bjargar og flaðraði upp utn hana eins og vinalegur hundur. Fyrst vissi Björg ekki hvaðan á sig stóð veðrið, að lamb- ið skyldi láta svona, en henni kom brátt til hugar móðurlausa Lambið sitt, og þekkti það þá strax. Hætti Björg þá við ferðina, en fór Lieim aptur til að gjöra lambinu sinu eitthvað gott. Jeg var þá, með öðrum fleirutu sjónarvott- ur að þvi hvernig lambið ljet við Björgu. Það elti hana hvert spor og hljóp upp um hana, stóð á apturfótunum, en teygði framfæturnar upp á brjóst á B]örgu, dinglaði rófunni og jartnaði. Þess þarf naumast að geta, að lambið drakk mjólk og át þá brauð með beztu lyst. Um veturinn fjekk það líka einatt brauð og annað hjá Björgu og fleirum. Um vorið var gemlingur þessi, sem nefndur var »Snikja«, rekinn á fjall með öðru geldfje. Þegar «Snílija« kom af fjalli um haustið var Björg ekki heima, enda gaf kindin sig ekki að fólki, en var samt spök. Næst þegar fjeð var rekið heim, eptir að Björg var komin, kallaði hún til fjármannsins hjer heiman frá bænum: »er kindin mín þarna?«; tók sú hvíthyrnda sig þá strax út úr fjenu og hljóp hjer heim að bæ til Bjargar og ljet sömu látum og áður. Sníkja er lifandi enn og hefir gengið 3 sumur með dilk, og alltaf helzt sami vinskapur á milli Bjargar og hennar. Jeg geng að því vísu, að sumum kann að virðast þetta ótrúlegt með lambið, en þar við legg jeg drengskap rainn, að hjer eiga sjer engar ýkj- ur stað. Kjörseyri 24. febr. 1897. Finnur Jónsson.

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.