Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 45
35
svo að mennirnir sögðu: »Nú eru blessaðir vorfuglarnir komnir með boðskap-
inn um sumarið«.
Svo kom vorbliðan og- gróðurinn í vikunni fyrir hvitasunnu. Þá glödd-
ust menn og skepnur. Mennirnir fóru að ferðast og lialda fundi. Fuglarnir
kvökuðu ánægjulegar en áður og byrjuðu smátt og smátt að búa til hreiðrin.
sin, en svo kom þeim saman um, að þeir skyldu halda fjölskipaðan fund áður.
Margar þúsundir fugla af ýmsu kyni sóttu fundinn, lóur, spóar, stelk-
ar, sandlóur, hrossagaukar og máríerlur o. m. fl. Þá stje fyrst fram gamall
spói og segir: »Jeg hefl leyft mjer að boða ykkur á þenna fund, til þess að
bera fram þá tillögu fyrir ykkur, að við skulum eigi vera svo skammsýnir
að byggja hreiður okkar í mannabyggðum þetta sumar, en fara heldur upp á
heiðar og háfjöll og klekja út eggjum og ala upp unga okkar þar, því að tvö
undanfarin sumur hafa mennirnir rænt eggjum minum, svo að jeg varð að
fara slyppur og snauður heira til mín aptur bæði haustin«.
»Ekki vil jeg það«, sagði lóan, »jeg vil vera í byggð og syngja fyrir
mönnunum: »dýrðin,« »dýrðin«.
»Jeg er samþykkur frænda mínum* sagði annar spói, »jeg vil vinna
það til að vera í mýrarflóum uppi á heiðum í illviðrum i sumar, þó að mjer
þyki það leiðinlegt, til þess að missa ekki eggin min, eins og i fyrra«.
»Bí við, bí við«, sagði sandlóan; »ekki vil jeg vera með í
þessu, að flýja upp i óbyggðir; mjer þykir miklu skemmtilegra að vera niðri
í sveitinni og hoppa á eyrunum fram með lækjunum og ánum; eggin mín
eru svo lítil, og mennirnir hafa verið góðir við mig og sjaldan g'jört mjer
illt, þó að jeg hafi verið hrædd við þá«.
»Sama segi jeg«, sagði máríerlan, »mennir hafa verið meinhægir við
mig og hafa gaman af því, hve kátar við frændsystur erum, einkum fyrst á
vorin, þegar við erum nýkomnar; við munum því hvorki flýja byggð
nje búa«.
»Mikill heimskingi er máríerlan« sagði steikurinn; »hún heldur að
mennirnir sjeu góðir og hlífi henni þess vegna. Nei! þeir láta hana i friði
eingöngu af því, að hún er svo lítill vesalings-aumingi, að enginn er sá, er
telur sjer nokkurn hagnað í því að ræna hana eggjum hennar eða lífi; hún
ætti þá að vera eins stór og jeg er, eða þó heldur eins og svanurinn, sem
er langtum fallegri fugl og skemmtilegri; þá væri gaman að heyra dóm henn-
ar um mannúð mannanna«.
»Þó að jeg sje samþykkur því í aðalefninu, sem frændur mínir hafa
áður sagt«, sagði þriðji spóinn, »að mikil hætta sje fyrir okkur að klekja út
eggjum okkar og ala upp börn okkar í mannabvggðum, þá held jeg gagns-
lítið fyrir okkur að flýja upp á heiðar. í hitt eð fyrra var jeg i byggð og var
ræntur öllum eggjunum; jeg fór því í fyrra sumar upp á miðja Grímstungna-
5*