Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 46

Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 46
36 heiöi til þess að klekja þar út eggjunum og ala upp unga mina. Það fór allt vel, þó að fúlviðri væri og leiðinlegt, svo jeg tjekk mig aldrei til að »vella« það sumar, en þegar við spóar fórum að æfa ungana okkar á ílugi niðri í dölunum og halda haustþing urn heimferð okkar, hve nær og hverja leið við ættum að fara hjeðan, þá voru allir ungarnir mínir skotnir og kon- an líka; jeg mátti því halda heirn til suðurlanda einmana og dapur i huga. Jeg veit þó ekki til að jeg eða nokkur af minni ætt hafi nokkurn tíma gjört nokkrum manni nokkurt mein. Jeg vil því af þessum ástæðum koma fram með þá tillögu, að við farfuglar allir, smáir og stórir, förum alfarnir f haust, og komum aldrei optar til þessa lands. »Ekki vil jeg vera með í því ráðlagi«, sagði önnur lóa, »jeg ætla mjer að koma til landsins aptur, meðan jeg lifi; mönnunum leiðist svo mikið á sumrin, ef við hættum að kvaka og syngja fyrir þá. Að sönnu hefi jeg orðið fyrir sama áfalli og nú var getið um, að ungar minir allir og steggur- inn voru drepnir frá mjer eitt haustið, og eitt sumarið voru eggin tekin frá mjer. Jeg vil játa það, að jeg er svo einföld, að jeg hefi ekkert skilið í því, hvernig á því stendur, að mennirnir vilja gjöra mjer illt; jeg hefi alla æfi mína viljað skemmta þeim og vil halda áfram með að syngja fyrir þá. En jeg vil leggja það til, að við allir, sem á þessum fundi erum, semjum ávarp til mannanna og biðjura þá að láta eignir okkar og líf í friði, móti því að við lofum þvi að skemmta þeim, syngja fyrir þá og gjöra þeim aldrei skaða; mjer virðist þessi samningur vera svo sanngjarn, að jeg get ekki skilið, að mennirnir sjeu svo harðbrjósta, að ganga ekki að honum með fúsu geði«. »Já, þetta skulum við gjöra« ómaði gegnum allan fuglahópiun, og fjöldinn ætlaði að byrja að syngja. »Krunk, krunk, kra !« heyrðist þá frá háum steini; þar sat krummi og hafði hlustað á allar umræðurnar, en hann var allra þeirra vitrastur og segir með hárri og grimmúðlegri raust: »Mikil flón og fábjánar eruð þið allir saman. Þið haldið að mennirnir, grimmustu skepnur í heimi, verði nokkurn tíma svo mannúðlegir, að láta líf og eignir okkar fuglanna í friði. Jeg er hjer árið um kring, og þekki mennina miklu betur en þið, af stöðugri sam- búð við þá á veturna; jeg er nú búinn að læra af þeim slægð, hrekki og harðúð. Ættfeður mínir hafa sagt mjer, að reynslan væri búin að sýna þeim og sanna lið fram af lið, að við þyrftum að vera varir um okkur, og vera slægir og snarir að skjótast til að ná okkur 1 bita, þegar við værum svangir, og ef okkur langaði í augu, sem allra mata væri bezt, mundi ekki nein nauð- syn á fyrir okkur, að skepnan hefði dánarvottorð á sjer. Vertu var um þig, bústu við illu einu og vertu ekki soltinn, ef þú getur, er ætíð viðkvæðið hjá okkur krummunum, þegar við hittumst. En reynsla min er það, að þó að allsriægtir sjeu 1 bæjunum, en við krummar kúrum úti hungraðir í grimmdar-

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.