Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 51
41
garðinum beina leið að hesthúsinu. En hesthúsið var lokað. Jarpur ljet höf-
uðið siga, lagði aptur augun og fór að hugsa um stinginn, sem allt af varð
sárari og sárari i brjóstinu.
Þegar fólkið á Mýri var að klæða sig um morguninn, kom einn vinnu-
maðurinn, sem vanur var að fara fyrstur ofan, hlaupandi upp stigann og upp
á baðstofuloptið. Hann kallaði snöggt til hins vinnumannsins og bað hann
koma sem allra bráðast að hjálpa sjer, því gamli Prests-Jarpur lægi við hest-
búsdyrnar og hreyfði sig ekki. Einhver spurði, hvort hann myndi vera dauð-
ur, og sagði þá vinnumaðurinn, að sjer hefði virzt hann draga andann, en aug-
un hefðu verið eins og dauð. Maðurinn, sem á var kallað, var þá nærri al-
klæddur og hljóp strax ofan á eftir hinum.
Prestur heyrði óglöggt í svefnrofunum, hvað vinnumaðurinn hafði sagt,
en þegar hann heyrði að einhver spurði hvort Prests-Jarpur væri dauður, þá
varð hann strax glaðvakandi. Tók þegar föt sín og var alklæddur á svip-
stundu. Hann gekk óvanalega hart fram eftir loptinu, ofan og út úr bænum.
Bylnum var stytt upp, en stinnur kaldi og grimmdarfrost. Sjera Jón gekk
strax til hestshússins. Þar voru þá báðir vinnumenniruir, Þeir voru búnir
að sprengja hurðina af hjörunum og voru nú að ryðja fönninni frá Jarp og
bisa við að koma böndum undir brjóstið og herðarnar, til að geta dregið hann
inn úr dyrunum. Prestur sagði sjálfur fyrir, hversu að öllu skyldi fara; hann
fór sjálfur inn i hesthúsið og lyfti upp höfði Jarps, en það var alveg mátt-
vana. Hann lagði eyrað við andardrættinum og fannst sem hann heyrði hann,
en tiðan og mjög veikan og eins og hrygla fylgdi. Svo tók hann i faxið og
annað bandið og togaði með öðrum manninum, en hinn ýtti á eftir og með
þessu móti gátu þeir komið Jarpi inn i húsið og hagræddu honum á heybing
i auða endanum á húsinu. Þegar þessu var lokið, var komið fieira fólk að(
og þar á meðal læknirinn, og búið að kveikja ljós. Læknirinn leit á hestinn,
hleraði snöggvast við andardráttinn og sagði strax, að það væri áköf lungna-
bólga og engin von um lif. Prestur vildi þó að eitthvað væri reynt, og var
hellt ofan í hestinn heitri mjólk með ofurlitlu af konjaki i, og virtist þeim
sem hann reyndi til að kyngja þvi niður. Prestur sótti sjálfur dálitinn bita
af hvanngrænni töðu, og ljet i munn Jarpi. Samskonar töðubita hafði prest-
ur oft látið sækja Jarpi, þegar hann kom með hann þreyttan að, og brást al-
drei, að Jarpur tæki hneggjandi við honum og æti með góðri lyst. Nú var
líka eins og hann lyki upp augunum og hjálpaði til að opna munninn, en svo
lá tuggan óhreyfð milli tannanna; mátturinn var þrotinn til að tyggja. Þeir
stumruðu nú þarna yfir klárnum nokkra stund i hesthúsinu, en eftir svo sem
tæpa tvo klukkutima komu allir út. Þá var Jarpur dauður.
Seinna um morguninn sendi prestur mann til Einars í Selinu til að
birkja Jarp og taka af honum skinnið, og gerði hann það með vinnumönn-
6