Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 54

Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 54
44 en hver dýravinur hlýtur þó að kenna i brjósti um mæðurnar, er þær verða að horf'a upp á dráp afkvæma sinna, er rjett að segja eru orðin sjálfbjarga, enda ver gamla súlan unga sína eptir þvf sem henni er unnt, og ræðst hún þá opt á veiðimennina með svo mikilii ákefð, að þeir verða að taka til bar- efla til að verjast henni. Aefrimyndinniá sömubls. er sýnd aðferð sú, er höfð er við lundaveiði i Vest- mannaeyjum. Staðurinn er Elliðaey. Verkfæri það, sem þrír af veiðimönn- unum halda á, kallast háfur. Er skaptið á þvf um 6 álnir á lengd, en álm- urnar, sem netið er fest við, 2 álnir. Veiðiaðferðin er þannig (sbr. Fuglaveiðar í Vestmannaeyjum eptir Þorstein lækni Jónsson, Eimr. II. 167): »Veiðimaður sezt venjulega nálægt brún og velur sjer stað, þar sem minnstberi á honum og háfn- um. Þegar lundinn flýgur fyrir í mátulegum fjarska, veifar veiðimaður upp undir fuglinn og eptir honum. Missi veiðimaður eigi fuglsins, flækist hann i netinu; veiðimaður dregur svo háflnn að sjer og drepur fuglinn. Ekki er unnt að veiða í logni og ekki heldur í stormi. Bezt er að stinningskaldi sje og dimmt uppi yflr, þvi að þá er lundi »bezt við«. Helzt er það geldfuglinn,sem veiddur er. Veiðiaðferð þessi er hvergi nærri eins kvalafull og hin hrylli- lega og ómannúðlega fuglaveiði, sem Þorsteinn læknir Jónsson lýsir á þessa leið í Eimreiðinni II bls. 16. »Lundinn var hjer áður veiddur einungis með greflum. Grefillinn var mjótt eikarskapt, og var á annan enda þess festur gaddur eða krókur úr stáli um 3—4" langur, sem myndaði rjett horn við skaptið. Tvær tegundir vóru af greflum: langgrefill um H/a al. á lengd og stuttgrefíll 3/i al. Stuttgref- illinn var notaður við hinar grynnri eða styttri lnndaholur, langgrefillinn við binar dýpri eða lengri, en víða voru lundaholur svo djúpar, að eigi var einu sinni unnt að ná fuglinum með langgreflinum. Veiðiaðferðin með greflum var þannig: Þar sem veiðimaður sá þess merki, að lundinn mundi vera inni, lagðist hann niður við holudyrnar, fór með grefilinn inn f holuna, og opt einn- ig með handlegginn upp að öxl, ef holan var svo djúp; næði veiðimaður til fuglsins, hjó hann stálgaddinum inn i hann, dró hann út, kippti honum úr háls- lið og brá honum því næst undir belti sjer; sjerhver veiðiinaður hefur ávallt ólarbelti yfir um sig. Þannig hjelt veiðimaður áfram allan daginn milli raál- tíða, og veiddu góðir veiðimenn, meðan lundi var hjer mestur fyrir 40 árum, opt 4—600 á dag. Með þessari veiðiaðferð var það einungis eggfuglinn, sem drepinn var, en enginn geldfugl. Geta má, að gamlir sannorðir veiðimenn hafa sagt mjer, að komið hafi fyrir, að þeir hafi náð og drepið allt að 20 lunda af hinu sama eggi. Milli 1850 og 60 var hjer fundin upp hin óhappasæla veiðiaðferð með netum. Voru þau lögð yfir holurnar, og lágu stundum í óveðrum dægrum saman; lífið kvaldist úr fuglum þeim, er ánetjazt hötðu, og öll viðkoma fórst,

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.