Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Page 7

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Page 7
HEIMILISBLAÐIÐ 7 nafn er gefandi, og höfuðstaður landsins, blasti við sýn. ,Ég varð þó fyrir sárum von- brigðum, því að það, sem ég sá, var ekki nema lítilfjörlegt þorp. Vegalengdin milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur er aðeins tvær mílur (þýzkar), en til þess að forðast að þreyta hinn roskna ferðafélaga minn urn of, var ég þrjár klukku- stundir á leiðinni. Vegurinn er yfirleitt mjög greiðfær, nema hvað á stöku stað eru hraun- rindar. Ég sá hvergi þessar regin-gjár, sem niér liafði verið sagt af, nema ef vera skyldi, að fáeinar lágar brekkur með sjónum eða fimmtán til sextán feta gjótur í lirauninu hafi átt að vera þessar huldu hættur. Um klukkan átta um kvöldið kom ég heilu og höldnu til Reykjavíkur. Svo var laerra Knudtzon fyrir að þakka, að mér liafði þeg- ar verið búið lítið, snoturt herbergi í húsi, sem hann átti sjálfur og liinn kunni bakari, Bernhöft,*) bjó í með skylduliði sínu. Og *) Hér er ált við Tönnes Daniel Bernhöft bakara, sent keypti fyrsta fullkontna brauðgerðarhúsið á ts- ég hefði livergi getað hlotið betri viðtökur. Allt það fólk auðsýndi mér alveg einstaka alúð og vinsemd þann langa tíma, sem ég dvaldi lijá því. Herra Bernhöft var tímum saman frá starfi sínu við að liðsinna mér og fylgja mér á flakki mínu. Hann taldi ekki á sig ómakið við að safna lianda mér ýms- um afbrigðum af blómum, skordýrum og skeljum og komst í sjöunda himin, ef hann var svo heppinn að finna eitthvað, sem var mér nýtt. Ágæt kona lians og elskuleg börn voru mér jafn ástúðleg og lijálpsöm. Ég get ekki annað gert en biðja guð að endurgjalda þeim þúsundfalt vingjarnlegt viðmót þeirra. Hér naut ég þeirra ánægju að heyra liið ástkæra móðurmál mitt talað, því að herra Bernhöft er Holsteini að uppruna, og þótt hann hafi dvalið mörg ár í Danmörku og á landi af Knudtzon kaupmanni, þetta sama ár. En brauð'gerðarhúsið reisti Knudtzon árið 1834. Það hús ítcndur ennþá við Bankastræti í Reykjavík, svo sem alkunnugt er. — Bernhöft andaðist 1886, 88 ára að aldri. Hann var um skeið bæjarfulltrúi í Reykjavík. - Þýð.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.