Heimilisblaðið - 01.07.1945, Síða 2
122
HEIMILISBLAÐIÐ
7
ÖÐRUM stað í blaðinu skýrir
Jón Emilsson stud. polyt. leg-
endum Heimilisblaðsins nokkuð frá
atómkcnningunni og fyrri og síð-
ari rannsóknum vísindamanna á eðli
og orku atómsins. Má ætla, að al-
þýðu ntanna sé aufúsa á almennri
fræðslu um þetta efni í tilefni af
nýýasta stórsigri vísindanna, er tek-
izt hefur í fyrsta sinn í sögu mann-
kynsins að hagnýta kjarnorku frum-
eindanha.
Hitt er svo annað mál, að gleðin
yfir þessum einstæða sigri er ekki
án skugga. í fyrsta sinn, sem þessi
stórkostlegi orkugjafi er hagnýttur,
er það gert í þágu dauða og tortím-
ingar. Með kjarnorkusprengjunni
hefur skapazt ægilegasta drápstæki,
sem mannkynið hefur haft af að
segja til þessa. Styrjaldir hafa hing-
að til verið hreinasti barnaleikur
horið sainan við það, sent verða
mun, ef þessir nýju möguleikar
verða hagnýttir til hins ýtrasta til
inúgmorða og eyðileggingar. Styrj-
aldir munu þá í enn ríkara ntæli
en fyrr ná jafnt til allra. Barnið
í vöggunni, sjúklingar og gamal-
menni munu falla fyrir þessu nýja
inorðvopni jafnt og licrmennirnir
í víglínunni.
Þessi hlið málsins er öllum ljós.
I heimsblöðunum hafa verið lát-
in falla ummæli sem þau, að hér
eftir væri óhugsandi að heyja styrj-
aldir, því að það þýddi sama og
tortímingu inannkynsins. Og fyrsta
rcynslan af kjarnorkusprengjunum
bendir líka ótvírætt í þá átt. Þessi
eina sprengja, sem varpað var á
japönsku borgina Hiroshimo, gcr-
eyddi borginni og íbúum hennar
á 11 ferkílómetra svæði, og fólkið
bíkstaflega brann til ösku. — En
er þess að vænta, að styrjaldir verði
ekki liáðar framar? Því miður mun
mönnuin ekki sýnast miklar líkur
á því. En það fer hezt á því að segja
sem fæst uni þær hörmungar, sem
mannkynið á þá í vændum.
EN ekki fer hjá því, að þessi stór-
fenglega uppgötvun beini liug-
um manna að fleira cn dauða og
tortimingu. Kærkomnara mun flest-
um að hugsa til þess tínia, er unnt
verður að hagnýta þennan gífur-
lega orkugjafa í friðsamlegu starfi
mannkynsins. Vísindamenn telja,
að þess inuni alllangt 'að bíða, og
þetta mál sé ekki enn komið á þann
rekspöl, að kjarnorkan verði bag-
nýtt til að knýja vélar. Hins vegar
finnst mönnum ekki ótrúlegt, að
fyrst vísindamönnunum liafi á ann-
að borð auðnazt að ná því tang-
arhaldi á kjarnorkunni, sem kunn-
ugt er, þá muni brátt að því draga,
að bún verði bagnýtt í miklu víð-
tækara mæli.
Og hvað skeður þá? spyrja menn.
Því munu lærðustu vísindamenn
ekki undirbúnir að svara, bvað þá
alþýða manna. En það þykjast menn
renna grun í, að í kjölfar þess sigli
hvorki meira en minna er gcrbreyt-
ing í lífi mannkynsins. Það §r ær-
ið ævintýri, ef kol, olía og rafmagn
yrðu leyst af hólmi sem orkugjafar
mannkynsins, en þó kann hér að
draga til meiri tíðinda. Vel kann
svo að fara, að' mennirnir verði hcrr-
Útgefendur: Jón Hel%ason
Valdimar Jóhannsson (ábm.)
Blaðið kemur út mánaðarlega,
um 240 blaðsíður á ári. Verð
árgangsins er kr. 10.00. í laus i-
sölu kostar hvert blað kr. 1,25.
— Gjalddagi 14. apríl. — Af-
grciðslu annast Prentsmiðja
Jóns Helgasonar, Bergstaðastr-
27, simi 4200. Póstliólf 304.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
ar yfir loftslagi, veðráttu og gróð-
urfari, ef kjarnorkan verður hag'
nýtt til fulls. — En allt eru þet*8
framtíðardraumar, sem reynslan 8
eftir.að fella sinn dóm yfir. Hi11
er óhætt að segja, að margt bend'
ir til þess, að mannkynið standi nU
á mótum nýrrar aldar í sögu sinnt-
Á bvorn veg þróunin verður, *il
dauða og tortímingar eða Iangtu1”
betra og fnllkomnara lífs, get”1
tíminn einn leitt í ljós.
y/ir sumarii) þeyta risavaxnir reykliájar síldarverksmiSjanna dökki‘,,>
reykskýum yfir SiglujjörS, jafnt á nótt sem degi — þaS er aS segjf't '
eitthvaS veiSist af síldinni. AS þessu sinni hafa SiglfirSingar haft óvenl11
lítiS af verksmiSjureyknum aS segja, en þaS er þó fjarri því aS >'era
þeim nokkurt fagnaSarefni, heldur hiS gagnstceSa.